Vinnur í lottó í þriðja sinn (Frétt) Fyrir einhvern sem segist ekki vera fjárhættuspilari, þá gengur Monika Cilbertson helvíti vel. Hún hefur unnið meira en 4 milljónir$ í þremur útdráttum lottósins í Washingtonfylki. Hún vann fyrst árið 1997 og fékk 4 milljónir$ og fær vinninginn í pörtum, 200.000$ á ári. Næsta skiptið vann hún 1.000$, en það gerðist árið 2001 og núna síðastliðinn laugardag vann hún 50.000$.

Hún er sú fyrsta sem vinnur þrisvar í lottói í þessu fylki, en lottóið byrjaði 1982. Það hefur aðeins einn unnið oftar en einu sinni á undan henni. Hann heitir William Doop og býr í Idaho. Hann vann 1,1 milljón$ árið 1985 og vann um 179.000$ ári seinna.

Culbertson segist hafa eytt 20$ á viku í 10 ár í lottómiða, hún kaupir þá kl.2:30 eftir hádegi alla miðvikudaga og sunnudaga og fer aldrei í sömu búðina.

Líkurnar á því að vinna:

Stóri vinningurinn: 1 á móti 7.000.000
50.000$: 1 á móti 874,530
Bónusvinningurinn: 1 á móti 11.000

Ps. Þetta er soldið stytt frétt en til að sjá alla fréttina þá er linkur <a href=”http://www.komotv.com/stories/24582.htm”>hér</a>

Ef linkurinn virkar ekki þá er þetta slóðin: http://www.komotv.com/stories/24582.htm