Ég er að spá í að deila með ykkur skondnu atviki úr lífi mínu. Þannig er mál með vexti að eiginkona mín er bandarísk, en við búum hér á klakanum. Við eigum þrjú börn saman, þá Richard Frey, Anthon Clay og Tyler Þór Legolas. Já, Tyler Þór Legolas, Legolas eftir Legolas í Lord of the Rings ;P Hann er yngstur og fæddist í mars. Og já, ég á sko tengdaforeldra. Þeir búa currently í New York. Og já, ég á freka og leiðinlega tengdaforeldra ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég man þegar ég hitti þau í fyrsta skiptið, það var algjört pain maður! Þetta var svona eins og í the Bachelor, þegar gaurinn er að fara með stelpurnar heim og foreldrar hans spurja og spurja! Þetta var akkúrat þannig… Yfirheyrslur! Endalausar yfirheyrslur! Og tengdó var verst, en einnig á konan mín fullt af systkinum, sem eiga fullt af börnum…og svo framvegis! Þannig að upp frá þeim degi hefur mér ekkert verið rosalega vel við hana tengdó gömlu…sem er ekkert svo gömul reyndar! ;) Og svo, þegar konan mín, sem ber reyndar það fallega nafn Marion, varð ólétt af fyrsta barninu, þá fór tengdó strax að röfla um hvað barnið átti að heita, ég meina við vissum ekki einu sinni hvort það var strákur eða stelpa ennþá! Og hún talaði alltaf um eins og hún ætti barnið og ég veit bara ekki hvað! Pirrandi manneskja bara punktur is! Og svo gaf hún okkur svona lista með nöfnum sem barnið gæti heitið og svona, við vorum bara alveg að vera vitlaus… Fyrst átti þetta barn reyndar að heita íslensku nafni, Heiðar, í höfuðið á langafa mínum en hún varð alveg brjáluð - hvað á það að þýða að skíra barnið eitthvað sem ég get ekki einu sinni borið fram!!! Og blah og aftur blah! Stundum minnir hún mig alveg ótrúlega á mömmu hans Raymonds í Everybody loves Raymond! Hehe! Og já, þannig að við ákváðum að breyta því henni til hæfis, í Richard Freyr. En það var nú ekkert skárra, þetta nafn var ekki á listanum og svo var Freyr alveg ómögulegt og bla bla! En við ákváðum bara að láta hana ekki stjórna okkur og krakkinn var skírður Richard Freyr Alexander Juancarlos Garcia Elvarsson, og ber það nafn ennþann dag í dag með sóma! Þannig var þetta líka þegar Anthon Clay fæddist. Hún var hérna á Íslandi í heimsókn og kvartaði yfir öllu! Ekkert var eins gott og í Bandaríkjunum. Djöfull langaði mig til að henda henni fram af svölununm maður! En við ákváðum bara að láta hana sem vind um eyru þjóta og velja bara nafn sjálf. Hún var alveg brjáluð samt og bla bla en á endanum var krakkinn skírður Anthon Sebastien Clay Lorenzo Armoundus Abreu Elvarsson. En nú, lesandi góður, fer að líða að þessu skondna atviki sem ég lofaði að segja ykkur frá í upphafi! Marion varð ólétt að okkar þriðja barni og kellingin fór að skipta sér af. Senda okkur föt í tíma og ótíma, og segja okkur að nú þyrftum við nú að fara að kaupa nýjan barnavagn og sollis! Mjög pirrandi. En svo í mars þá fæddist drengurinn og sem betur fer var sú gamla ekki á landinu. Hann fæddist um nóttina og ég fór bara heim að sofa eftir á, enda búinn að vera löng og erfið nótt fyrir mig! ;) (nú hlæja allar konur) En áður en ég fór lofaði ég Marion að hringja í mína foreldra og hennar, og láta þau vita af þessu. Ég lofaði því og fór heim og hringdi í mína foreldra, en var orðinn svo þreyttur að ég nennti ekki að vera að hringja út og heyra eitthvað röfl og suð í hennar foreldrum. Hvaða máli skipti hvort þau fengju að heyra það daginn eftir? Þannig að ég fór bara að sofa og fór síðan morguninn eftir upp á sjúkrahús til Marion og allt bara í gúdí! Síðan, eitthvað einni og hálfri viku síðar hringir Marion í mömmu sína og segir að við ætlum að koma út eftir þrjá daga með drenginn og láta skíra hann. Og grey tengdó bara spurði: Hvaða dreng? og kom alveg af fjöllum. Marion horfði á mig öskuill en ég bara sprakk úr hlátri! ;) Ég hafði alveg gleymt að hringja í hana og mér var nú alveg slétt sama! Marion tókst nú samt einhvern veginn í ósköpum að róa hana niður og svona, en dagsetningin var ákveðin. En um kvöldið hringdi hún aftur og spurði hvað hann ætti að heita. Ég sagði nú bara eins og væri, það væri algjört hernaðarleyndarmál. Manneskjan klikkaðist alveg og sagði að það ætti nú ekki að treysta svona manneskjum fyrir uppeldi á börnum. ;P Ég sagði henni þá að hann ætti að heita George, í höfuðið á forsetanum. En í rauninni vorum við hjónin ekkert komin með neina lokaniðurstöðu í málinu. En greyið kellingin varð yfir sig ánægð og sagði að þetta væri nú í fyrsta skiptið sem að ég gerði eitthvað gáfulega. Þarna var ég kominn í mikla klípu. Seinna um kvöldið fórum við Marion að huga að nafninu aftur og ég kom upp með þessa spurningu: En hvað með George? og kímdi. Henni leist ekkert á það þannig að ég var í enn verri málum. Svo flugum við út og tengdó tók á móti okkur, yfir sig ánægð alveg hreint. Búin að baka og leyfði okkur köllunum í fjölskyldunni að horfa á fótboltann í sjónvarpinu. Daginn eftir var svo komið að skírninni og þá kvað ég upp nafnið Tyler Þór Legolas Carmichael Elvarsson. Fjölskyldan þagnaði, gamla tussan var búin að vera að monta sig með George nafnið og búin að kjafta í alla… Ég ætla ekki að segja ykkur hvað gerðist næst en daginn eftir fórum við heim, enda ekki neitt sérstaklega velkomin lengur! ;) Eftir nokkrar vikur förum við aftur út í heimsókn og munum dvelja í tvo mánuði, en ég held að ég verði bara hérna heima á huga.is! ;P