Michael Watson, fyrrverandi boxari , kláraði London maraþonið síðasta laugardag.Það væri ekkert rosalega merkilegt ef hann hefði ekki verið búinn að vera 6 daga að þessu 42 kílómetra hlaupi.
Watson hlaut alvarlegan heilaskaða í hnefaleikabardaga um heimsmeistaratitil sinn fyrir 12 árumn og var á tímabili í lífshættu.
Þegar Watson hljóp yfir endalínuna tók Chris nokkur Eubank á móti honum en það var enginn annar en maðurinn sem hafði rotað hann fyrir 12 árum.Höggið gerði það að verkum að Watson var 40 næstu daga í dái.

Watson var á tímabili einn besti boxari Breta og hann mætti Chris Eubank í bardaga og tapaði honum.
Watson mætti því fullur eldmóðs í næsta bardaga og var með yfirhöndina í honum, var meðal annars búinn að slá Eubank einu sinni niður.
Eubank náði þó að koma á honum einu höggi og það var svona líka fast högg og Watson fékk alvarlegan heilaskaða.Watson hefur ferðast í hjólastól síðan.

“Mér líður frábærlega, þetta hefur verið frábært.Ég hef orðið sterkari með hverju skrefinu á þessari leið”, sagði Watson á ensku.
Hann gekk 4 tíma á dag í þessa 6 daga.

Sigurvegari hlaupsins var svo Eþíóbíumaðurinn Gezahegne Abera og var tími hans 2 klukkustundir, 7 mínútur og 56 sekúndur.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.