Metangas og Gróðurhúsaáhrifin Það eru eflaust einhverjir sem hafa áhyggjur af gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu, en þau eiga að einhverju leiti að valda auknu hitastigi á jörðinni, ásamt ýmsum öðrum þáttum.
En það sem ég vildi nú komast að í þessum teksta er það að einn af völdum þessarar aukningar á gróðurhúsaáhrifunum er metangas og af metangasframleiðslu heimsins eiga jórturdýr mikinn hluta þ.e. kýr rollur og ýmis önnur húsdýr á jörðinni eru að stuðla að auknu hitastigi á jörðinni.
Ég hinsvegar er hér með hugmynd um það hvernig hægt væri að minka ahrifin frá þessum dýrum á gróðurhúsaáhrifin og einnig að búa til orku í leiðinni.
Það væri hægt að setja einskonar loftræstikerfi í hlöðuna, eða þá hvar sem þessi dýr eru geymd innanhúss, sem myndi þá soga í sig allt metangasið eða þá að setja einskonar tjald yfir beitarsvæði þeirra sem myndi þá þjóna sama tilgangi.
Þegar þessi búnmaður væri kominn upp þá væri hægt að safna gasinu og nota það sem eldsneyti á bíla eða einhver önnur farartæki sem myndi þá um leið spara bensínkostnað. Þar að auki væri það í raun umhverfisvænna vegna þess ef mér skjátlast ekki þá ætti metangasið að breytast í koltvíoxðíð við brensluna í bílnum sem er þó sú lofttegund sem er einna öflugust í að auka gróðurhúsaáhrifin, en það er einungis vegna þess að hún er í mun meira magni en metangasið sem er í sjálfu sér mun óskaðlegra.
Enn annar möguleiki til þess að fá sem ódýrast eldsneyti væri þá að hafa feyknarstóra kerru aftan í bílnum sínum og hafa þá nokkur jórturdýr, Kannski beljur vegna framleiðslumagns eða þá rollur vegna smægðar þeirra ef að þú hefur ekki nóg pláss undir tvær til þrjár beljur og svo væri bara hægt að láta þær hlaða bílinn yfir nótt. Þessi lausn virkar þó miður einungis vel fyrir bónda eða aðra búfjáreigendur og er þess vegna frekar óheppileg leið til þess að spara, því jú beljur kosta sennilega slatta og kerrur líka en fyrir þá sem ekki vilja gefast upp þá er bara framleiða gasið sjálfur þó það sé nú ekki í miklu mæli.

þessi hugmynd er nú bara á byrjunarstígi