ZORMS
Þetta var venjulegur dagur hjá Sarock. Hann eins og pabbi hans og afi hans reyndar allir karlmenn í fjölskyldunni(sumar konur líka) var hann hermaður í hinum marg rómaða her Zorms manna.Staða hans innan hersins var sérsveitarmaður næstbesta staða innan hersins.Hann eyddi mörgum stundum inn í skotæfingar herberginu(varla herbergi frekar eins og risastór verslunarmiðstöð) og æfði skotkunnáttu sína.En nóg um það. Hann var að skila skýrslu um seinasta verkefni sérsveitarinnar eða björgun 3 vísindamanna sem X Zorms menn tóku til fanga. X Zorms menn eru uppreisnarseggir sem flýðu land Zorms manna(ekki er vitað um ástæðuna)þeir eru mjög árásargjarnir og mjög hættulegir. Til þessa höfðu eingum utanaðkomandi komist til þeirra án þess að vera annað hvort dauður eða tekinn höndum. Þeir lögðu í hann um klukkan 500 á degi heilags Súmbs(hann er konungur þeirra, þessi dagur er fyrir þeim eins og páskarnir fyrir okkur). Þeir pökkuðu niður öllu því nauðsynlegasta svosem skothelt vesti úr flóserium(ofursterkur en undur léttur málmur), handsprengjum, skammbyssu, vélbyssu, kíki, hitaskynjara, næturkíki og tannbursta og svo lögðu þeir í hann. Þeir ferðuðust í einhverskonar flugvél sem líkist kannski frekar geimskipi heldur enn flugvél. Þegar þeir voru komnir inní lofthelgi X Zorms köstuðu þeir sér út í fallhlífum.Þer lenntu í rústum gamallar skotvopna verksmiðju sem þeir sjálfir höfðu sprengt fyrir 2 árum. Þetta var hættuleg leið vegna allra jarðsprengjanna sem settar voru niður í einnar aldar stríðinu fyrir 400 árum.
Þar sem þeir voru að ákveða hvaða leið þeir áttu að fara heyrðu þeir skynndilegan hvin. Splaff!! Hermaðurinn við hliðina á mér datt niður við leituðum strax skjóls en sáum ekki hvar þeir voru. Það leið ekki á löngu þangað til við sáum hvar þeir voru, einhvern vegin hafa þeir komist að þessu það hlýtur að vera einhver leki á upplýsingum.
Þetta var ekki það sem við áttum von á! Ég náði í vélbyssuna mina og hóf skothríð.
Ekki leið á löngu þangað til her óvinanna hafði minnkað töluvert en þá þurfti endilega að birtast skriðdreki hann var í þann mund að snúa hlaupinu að okkur þegar ég sá glitta á einhvað í sandinum hjá skriðdrekanum..Jabb!, Þetta var jarðsprengja svo ég beindi skothríð minni að jarðsprengjunni og !!!!BÚMM!!!! Allt sprakk þar var skriðdrekinn úr leik.Við báðum um liðsauka en en það var ekki hægt sökum brunaæfingar svo við héldum áfram. Við löbbuðum í fleiri klukkutíma án þess að hitta eða sjá nokkurn skapaðan hlut þar til við sáum glitta í einhverskonar hús. Við hlupum að því, allt var mannlaust en alltíeinu hófst mikil skothríð flest allir vinir mínir dóu Þeir sem eftir voru hlupu í skjól og hófu skothríð ég var orðinn ekkert smá pirraður tók handsprengju og kastaði til óvinanna. Það hafðist ekkert úr því, bara nokkrir dóu enn nokkur slatti eftir.Eftir 2 stunda umsátur hörfaði óvinurinn og við hvíldum okkur við vorum orðnir mjög fáliðaðir og illa staddir, skotfæri á þrotum og nokkrir menn særðir. Á meðan ég var að hvíla mig rakst ég utan í einhvað hart og viti menn! Það var hleri!
Við opnuðum hann og þar kom í ljós vísindamennirnir 3 við hjálpuðum þeim upp. Á heimleiðinni sáum við engan sem betur fer og komumst að landamærunum þar sem þyrla beið okkar. Eftir 12 tíma ferð komu 13 af áður 50 manna her aftur heim.