Ok þetta er saga sem ég samdi eitt kvöldið ákvað að leyfa ykkur að njóta hennar……




Einu sinni í landi sem er ekki til gerðist ótrúlegur atburður, aðeins nokkrir lifðu af og þetta er þeirra saga:



Þetta byrjaði allt á þriðjudagskvöldi þega Lási spæjari og aðstoðarmaður hans, hann Steini voru í Scrabble að rífast um hvort orðið mu sé til. Lási sagði að það væri til og beljur segðu það en Steini vildi meina að þær sögðu mö.

Svo alltí einu sáu þeir undarlega mynd byrtast í loftinu, myndin kom frá húsi stuttu frá.

Garg! Sástu þetta.

Öskraði Steini.

Amm ég sá þetta en ég held að það sé ekkert að óttast.

Ekkert að óttast!!! Ertu bélaður þetta gæti verið einhverskonar óvinaárás frá hinu landinu sem er ekki til… eða jafnvel frá geimverum.

Ja ég held það varla… segir Lási. Kannski er þetta bara 82 tommu heimabíó sem nágranninn okkar hefur verið að kaupa sér.

Já það gæti verið en tékkaðu nú samt á þessu þetta gæti bara verið gaman þú hefur nú varla fengið alvöru verkefni síðan frú Nóra náði ekki að opna bananann sinn…

Hei!!! Bíddu nú hægur hvað með köttinn sem festist upp í tré?

Tré!!! Þetta var runni. En hvað sem því líður þá gæti þetta hugsanlega verið góð auglýsing fyrir þig.

Já, mjög svo ég sé fyrir mér fyrirsagnirnar: RUGLAÐUR SPÆJARI RÆÐST TIL ATLÖGU AÐ VARNALAUSUM NÁGRANNA SÍNUM SEM VILDI AÐEINS HORFA Á THE SUPERBOWL…. Í NÝJA 82 TOMMU SJÓNVARPINU SÍNU!!!

Hættu þessari vitleisu Lási, og tékkaðu á þessu þá skal ég poppa þegar þú kemur aftur og gefa þér smá kók.

Já, þakka þér kærlega fyrir það ég skal tékka á þessu, en hafðu það frekar Pepsi takk.

Lási læddist að þessu dularfulla húsi hægt og hljóðlega. KRASS!!! Hann rekst á eithvað.

Andskotans vitleysa er þetta að leggja bílnum sínu á miðja gangstétt

Heimskuleg spurning sem fauk út í vindinn þegar hann nálgaðist dularfulla húsið hann læddist, hann læddist..

Hei hvað ert þú að snurfusa hér

Spyr stór og skuggalegur maður.

Ó ert þetta bara þú Árni minn ég hélt að þetta væri eigandi hússins.

Ég er eigandi hússins og þú veist það við erum búnir að vera nágrannar síðustu 15 árin.

Já auðvitað fyrirgefðu mér

Ég geri það en hvað varstu annars að gera hér.

Ég hef tekið eftir undarlegum myndum frá húsinu þínu.

Jámm þú hefur tekið eftir þeim, hvað um þá.

Ég var bara að pæla í þeim, hvað eru þessar myndir svo sem?

Afhverju bankaðirðu ekki bara upp á og spurðir mig.

Ég var einfaldlega búinn að gleyma að þú værir til.

Jáhá, fallega sagt en þú vilt eflaust vita hvað ég var að gera hér.

Já það væri skemmtilegt.

Það er einfaldlega nýja 82 tommu heimabíóið mitt, viltu koma inn og kigga á leikinn Liverpool eru yfir.

það væri skemmtilegt en ég á það inni hjá þér. En annars var það líka annað sem rak mig hingað og er það að stundum kemur eitthvað fólk hingað inn en aldrei það sama út.

Ha ha ha það er nú löng saga að segja frá því.

Nú jæja ekkert vera að segja frá henni ég nenni eiginlega ekki að hlusta á hana svo við skulum bara láta kyrrt liggja og ætla ég að skunda á stað heim hann Steini bíður eflaust.

Nú vertu þá sæll og munda að koma einhvern tíman í heimsókn.

Ég mun muna það og vertu nú sæll

já blessaður

Lási labbar nú heim til sín þungt hugsi og pælir í þessari löngu sögu sem hann mun seinna meir heyra, en þegar hann er að pæla í að snúa við og þiggja boðið hans Árna verður honum litið til Steina sem stendur í útidyrunum og talar við unga konu sem Lási þekkti ekki og hraðar hann sér nú heim til að ná tali af ungu dömunni en þá fellur hún í fangið á Steina og fer að hágráta. Hleypur Lási nú heim og spyr hvað sé að.

Ég veit það ekki alveg þessi kona bankaði bara uppá og næsta sem ég veit er að hún fer að væla.

Fara nú Lási og Steini að reyna hugga hana en hún grætur svo mikið að ekki skilst orð af því sem hún segir svo þeir leggja hana uppí rúmið hans Steina.

Jæja, hvernig gekk rannsóknin.

Þú ert nú meiri snúðurinn Steini minn.

Hví segirðu það.

Varstu búinn að gleyma að hann Árni nágranni okkar til 15 ára býr þarna.

Já, auðvitað hann Árni gamli. Hvaða myndir voru þetta annars?

Það er bara nýja 82. tommu heimabíóið hans.

Nú já, en hvað með fólkið?

Hann sagði að það væri löng saga að segja frá því og ég nennti ekki að hlusta á hana. Hvað er annars með þessa konu?

Ég er eiginlega ekki alveg viss hún kom stuttu á undan þér svo fór hún að gráta og svo komst þú.

Einhver skilaboð?

já það hringdi einhver maður sem spurði um þig og þegar ég sagði að þú værir ekki við skellti hann strax á áður en ég gat spurt hann um nafn.

Humm, undarlegt. En hvað um poppið mitt og pepsiið?

Æi fyrirgefðu ég steingleymdi því.

Það er alltí lagi en hvað eigum við annars að gera við konuna?

Ég er ekki alveg viss við skulum bara leyfa henni að sofa og spurjum hana bara á morgun.

Hvernig var röddin í þessum manni sem hringdi annars?

ja hún var soldið djúp og hræðileg.

Nú já auðvitað.

Hvað veistu eitthvað hver þetta var?

Nei hef ekki hugmynd, þetta er bara típísk rödd eitthvað.

Jæja best að ég poppi, eða viltu ekki annars poppið þitt?

Ha nei ég held ég fari bara að sofa…

Já góða nótt ég ætla að gá hvort þessi kona sé ekki bara sofandi.

Amm, góða nótt.

AAAHHHHH!!!!!

hvað í helv gengur á Steini?

Hún er horfin og og

Og hvað? Ætli hún hafi ekki bara viljað fara heim til sín.

Já, en það er komin dautt lítið smábarn í staðinn

Ehhh. HA?!?

Já sjáðu bara sjálfur.

AAAHHHHH!!!!! Við skulum leita að henni.

AAAHHHHH!!!!!

Hvað í andsk er það núna Steini við eigum að vera að leita að konunni hún gæti verið í hættu.

Ég held að það sé frekar við sem séum í hættu Líttu á þetta.

Steini réttir honum moggan og á forsíðunni er stór mynd af konunni og fyrirsögnin segir: Réðst á 17 manns í Smáralindinni með regnhlíf, 15 létust og 2 særðust lífshættulega

AAAHHHH!!!!!! Náðu í regnhlífina NÚNA!!!!!!

Er að vinna í því, varstu ekki með byssuna þína í herberginu þínu????

Ójú, ég næ í hana.

Garg regnhlífin er horfin!!!!

Ég er með byssuna svo að við lifum þetta af (He he)

Ættum við ekki að hringja í 112?

Jú drífðu í því, ég ætla að kíkja aðeins á dauða smábarnið sem er inní stofu

ÓÓÓNEI!!!!!! Ég á ekki inneign.

Oh hringdu þá úr heimasímanum bjálfinn þinn!

Aha Já.

Ahh. Barnið er horfið. Það þýðir að hún er hér enn

Ónei! Hún hefur eyðilagt símann með regnhlífinni okkar.

Béskrattans Ég veit fáum að hringja hjá Árna

Þeir leggja af stað yfir til Árna en á miðri götunni kemur Steini auga á lík af manni þeir líta betur á það og sjá að þetta er karlmaður sem hefur verið barinn til dauða, þá öskrar Steini:

Við erum ekki hræddir við þig komdu bara!!!

Ertu alveg galinn viltu ekki bara að allir brjálaðir regnhlífamorðingjar í götunni komi og ráðist á okkur???

Ójá, fyrirgefðu

Þeir halda áfram og á leiðinni þá rekast þeir á 83 önnur lík og þeim finnst þetta farið að verða svolítið asnalegt þegar þeir nálgast húsið hans Árna og.

Árni ertu hérna?!?

Já inni í stofu drífið ykkur!

Þeir hlaupa inní stofu og sjá að Árni er að skylmast við Konuna og Lási tekur upp byssuna og skýtur

Vá hvað þú ert léleg skytta maður minn

Í staðin fyrir að skjóta og deyða konuna þá hafði hann skotið regnhlífina úr höndunum á Árna.

Jæja reynd þú að gera betur þarna snillingurinn þinn!

Segir hann og réttir Steina byssuna.

Hann tekur í gikkinn og klikk

Hvað varstu bara með eitt skot í byssunni.

Ó já, (he he) sorry ég átti ekki efni á fleiri skotum

Í sömu andrá sjá þeir að konan lemur Árna með regnhlífiinni og hann lést samstundis.

Vá það er bara töggur í konunni.

Ha ha ha ha nú eruð þið tveir bjálfar búnir að vera

En í sömu andrá labbar gæluskjaldbakann hans Árna (Sem er svona risaskjaldbaka og hún fær að labba eins og köttur út um allt) fyrir framan konuna og konan öskrar og hleypur út um gluggann og langt í burtu og öskrar í leiðinni Ég kem aftur!!

Steini og Lási fara í hláturkast og labba síðan heim til sín

Síðan heima hjá þeim eru þeir að tala saman yfir heitu kókói og poppkorni.

Ha ha ha, síðan er hún bara hrædd við skjaldbökur

Já það er skondið en hún kemur aftur svo við skulum fara strax í fyrramálið og kaupa svona þrjá ruslapoka af skjaldbökum

Næsta dag fara þeir í Bárukot og kaupa 2 russlapoka af litlum skjaldbökum og tvær risaskjaldbökur síðan fara þeir í byssubúðina og kaupa aðra byssu fyrir Steina og svo fara þeir heim til sín og byrja að hlaða byssurnar með litlu skjaldbökunum og stilla risaskjaldbökunum fyrir framan dyrnar og láta setja ól á skjaldbökuna hans Árna og labba um með hana hvert þeir sem fara

Jæja núna getur hún ekki náð einu einasta höggi á okkur.

En ættum við ekki að segja einhverjum frá þessum árásum í götunni okkar t.d. Sorpu því þessi lík sem eru um alla götu eru farin að lykta svolítið illa

Já, ég er sammála, hringdu snöggvast í Sorpu

Ja, bara ef síminn væri ekki ónýtur AHHH!!!!!!!!!!

Hvað, hvað?!?

Skjaldbakan hans Árna er dauð!!!

Hva!?! En, hvernig gat hún, þú veist. Hún ER hrædd við þær er það ekki??

ÖÖÖÖ Jú.

Jæja, ertu með byssuna þína???

Já, en ég held að við hefðum samt átt að kaupa venjuleg skot frekar..

Já. Kannski, en það þýðir ekki að hugsa um það núna!

Þeir hlaupa út úr húsinu og ætla bara að leita af henni, en þá heyra þeir alltíeinu kallað fyrir aftan þá:

Hei, bjánar. Ha, ha, ha, ha. Þarna klekkti ég á ykkur, ég lét ykkur halda að ég hræddist skjaldbökur.

Ónei!!!!!! Hvað gerum við nú Steini?

Ööö, hlaupum!!! Já hlaupum eins hratt og við getum í byssubúðina og kaupum skot í byssurnar okkar!

Heldurðu að við getum stungið hana af??

Ja Þetta er stelpa, svo að..

Amm, rétt hjá þér, hlaupum!

Þeir hlaupa af stað og þar sem þeir eru miklu vanari heldur en konan að labba um götuna sína þá detta þeir ekki næstum jafn oft og hún um öll líkin, svo þeir ná að stinga hana af. Þegar þeir koma þá segja þeir sölumanninum frá vandamálum sínum sem eru nátturlega konan og skjaldbökurnar í byssunum og byðja hann um að hjálpa þeim að ráða niðurlögum konunnar hann fellst á það og byrjar að hlaða 3 ratatatta, byssur og lætur söguhetjurnar okkar fá sína byssuna hver oger sjálfur með sína.

Þá æpir Steini:

Þarna er hún! SKJÓTIÐ!!!

En hún notar regnhlífina eins og Leonardo í Turtles gerir með sverðunum sínum svo öll skotin hrökkva í burtu, eitt fer í Árna sem verður svo reiður að hann hleypur í átt að konunni og lemur hana í hausinn með byssunni svo hún rotast, hann tekur regnhlífina og hendir henni upp á þak í reiðiskasti.

Síðan dasna þeir 3 félagarnir villtan sigurdans í kringum lítið bál.. Og eftir það þá hringir Árni í lögguna og segir þeim alla söguna og þeir koma um hæl og ætla að ná í konuna. En þegar löggan kemur þá er hún horfin