“Félagslíf á skítastað sem heitir Fáskrúðsfjörður” GEKK OF LANGT

Þetta var titill á grein sem að Weedy skrifaði.

Ég svaraði þessari grein um leið og ég sá hana, ég viðurkenni að ég var allt of grófur á bæði því að fara að fjalla um fjölskylduna hans og segja frá öllu því sem hann gerði og því sem var gert við hann.
En ég vil hér með biðjast fyrirgefningar, en ég er ekki að segja að það hafi ekkert verið til í þessu svari hjá mér, en Weedy það er alveg óþarfi að að “kúga” svona yfir bæinn okkar þótt að þér hafi ekki líkað vel að vera hérna.

Þetta með eineltið var nú ekki nærri því svona slæmt, hann var ekkert laminn á hverjum einasta degi. En það er að vísu rétt að hann var fyrir einelti en ekki á nærrum því jafn slæmu stigi og lýst var í svörunum sem að komu við greininni hans.

Fáskrúðsfirðingar við erum nú líka að grafa algerlega undan sjálfum okkur með því að svara honum með þvílíkum dóna kjafti og meiðyrðum. Best hefði örugglega að láta þetta bara kjurt lyggja. En ég vill bara taka það fram að það hafa oft komið nýjir krakkar hingað á staðinn og þeim hefur bara liðið vel hérna.
En það var kanski ekki þannig um Weedy.

Og þið sem búið ekki á Fáskrúðsfirði og hafið kanski ekkert vitað um hvað málið snérist, mér fannst soltið barnalegt af ykkur að vera að segja að það ætti að jafna bæjinn við jörðu og svoleiðis, og að vera að líkja staðnum við 100.000 manna bæj það er ekki alveg sanngjart.

En eins og ég sagði þá var ég alveg jafn barna legur og þið flest öll hin með því að vera að svara þessu, og mitt svar var líka algerlega út úr kú. En með þessari grein vill ég bara bæta fyrir það sem ég gerði og ég vona að þið hin viljið bæta fyrir þetta líka.

Og pleace ekki hóta mér lífláti og svoleiðis þótt að ég hafi skrifað þetta.

Bið að heilsa, Beggi

Ps. Fáskrúðsfjörður er mjög líflegur bær miðað við marga af sömu stærð.