Þetta var eitt vorkvöld þegar kanínur gerðu sér lítið fyrir og drápu sér til skemmtunar og Gunnar í Krossinum varð geðklofa og hélt því fram að allt sem að Davíð Oddson væri klæðskiptingur.

Allt var sem sagt eins og var venjulega. En þá gerðist eitt. Þetta var svo lítið atvik að það hefði ekki átt að verða svona stórt.

Það má líkja því við það þegar maður fær sandkorn undir nöglina, hún grefst inn í húðina og það myndast drep í fætinum og það þarf að skera hann af. síðan myndast drep í það sár og maðurinn deyr. Allt út af sandkorni.

Það sem gerðist í alvörunni var að bleikur sokkur flaug um Austurstrætið og lenti beint fyrir framan mann á mótorhjóli. Sokkruinn fór beint í tannhjólið og flækti þetta svo mikið að hjólið snarstoppaðist. Maðurinn á því datt fram yfir sif og skaddaðist mjög mikið á hnénu. Hann hefði lifað það af ef ekki hafði verið út af strætóinum sem kom síðan, en bílstjórinn var blindfullur og nýskilinn við konuna, og keyrði yfir manninn. Þið trúið því ekki en maðurinn lifði það af. En þá þurftu leikskólabörnin að labba yfir hann af því að það var komið grænt ljós.

Þetta olli náttúrulega miklu hneiksli gagnvart stærðfræðikennurum um allan heim (nema Frakklandi) en þeir litu á þetta sem stærðfræðilega þróun sem var jafn áreiðanleg og að 2+2 væru 5.6 í öðru veldi.

Stærðfræðikennarar fóru umsvifalaust í stríð gegn jarðaberjarækturum og upphófst blóðugur bardagi í Breiðholti sem endaði þannig að Simpansar í Chanel dragt unnu. Ekki er vitað hvernig en giskað er á að þeir hafi notað termíta sem höfðu verið að meltast í maganum á þeim í nokkur ár og þeir hafi síðan ælt þessu og hver sá sem var innan fjögurra kílómetra radíus drapst á stundinni af viðbjóði.

Þetta varð síðan að máli sem varðaði allan heiminn og allir vildu taka þátt. Allt frá Gleymdum B-myndaaukaleikurum upp í aðstoðarforseta samtaka sem vilja vera alvöru samtök. Þetta var orðið mjög hættulegt ástand.

Það var síðan einn dag í Júní. Allir voru búnir að gera sig klára fyrir stríð. Og allt í einu öskrar stærðfræðikennari: ÁRÁS!!!!!!!

Þá hefst snjóboltaslagurinn. Og blóðugur var hann. Þetta mun hafa verið einhver sá blóðugasti bardagi sem einhverntíman hefur ekki verið. Stríðið stendur í marga daga en hann endar á því að sex ára leikskólabörnin unnu. Það var nefnilega komið grænt.

Þannig endar þessi sorglega saga sem kennir okkur að sex ára leikskólabörn eiga að vera komin í grunnskóla.

Weedy