Þetta finnst mér skondið.

Nú er enni á fólki orðinn nýjasti auglýsingamiðillinn í Bretlandi. Nú hefur nefnilega markaðsaflið Cunning Stunts í London sett af stað herferð þar sem þeir nota ennið á háskólanemum sem auglýsingaskilti. Þannig ætla þeir sér að hjálpa ungum og fátækum nemum að vinna sér inn auka tekjur. Nemar fá þá tattoo sem endist í smá tíma á ennið á sér fyrir 4 pund á tímann í þrjá tíma á dag og labba nemendurnir á meðal samnenemenda sinna með þessar auglýsingar á enninu.

Karlatímaritið FHM og útvarpsstöðin CNX eru nú þegar farin að leita að nemendum í þetta í norðurhluta Manchesterborgar og fljótlega verður þetta sett af stað í London einnig.

“FHM er alltaf að leita að nýjum leiðum til að ná til karlmanna” segir markaðsstjóri tímaritsins og heldur áfram “ef við getum auglýst og borgað næstum umferð á barnum hjá þessum nemendum þá finnst okkur það góð hugmynd”.
Ég sem hélt að við værum búin að ná lágmarki í markaðshyggju og siðferðisskertum aðferðum í viðskiptum en ég hafði greinilega rangt fyrir mér. Nú er eins gott að passa upp á ennið á sér því það er fjárfesting og fínn staður fyrir auglýsingar, hvert verður haldið áfram eftir það þori ég ekki að tjá mig um. Ég hélt samt að það væri alltaf lúðalegt að hafa krot framan í sér þótt maður fengi peninga fyrir það.

fengið af cnn.com

Kveðja

Azde