Einu sinni var ljótur andarungi sem hét Andfreð þessi andarungi var glaður og ánægður.
Einn daginn þegar hann ákvað að fara að labba um hænsnakofann sá hann auglýsingu “And-lits fegrun” hann ákvað að taka sénsinn, þannig hann reif heimilisfang og lagði af stað hann fann loksins götuna eftir margra tíma sund (10 mín).
“Bank, Bank” heyrðist ljúflega á harðri marmarahurðinni þá hugsaði Andfreð *hugs*Á þetta var vont…*hugs*en svo kom hann aftur til lífsins og Gömul móbrengsgæs kom til dyra.
“Hvað vilt þú ungi andarungi?”, “ég kom vegna auglýsingarinnar” svaraði Andfreð.“já þú passar í starfið”, “Ha?” sagði Andfreð hissa
“nú þú komst til að fórna lífi þínu fyrir málsstað okkar þú ert tilraunadýrið…Er það ekki?” Andfreð hikaði. En svo tók hann ákvörðunn. “Nei, það er ég svo sannarlega ekki” “HA??? nei fjandakornið” blótaði gamla gæsinn. “ En fyrst þú veist af þessu mátt þú ekki fara þú verður að eiga heima hérna Alla þína æfi!!!”Sagði Gæsin Grimm… “Neeiiiiii…….!!!” öskraði Andfreð tók fegurðarpillur af borðinu og hljóp út.
En svo tók hann eftir því að honum var veitt eftirför
lítill grábátungur (mjög sjaldséðir í stórum tjörnum. En Andfreð synti á milljón heim og komst alla leið heim í hænsnakofann,fór til mömmu sinnar eins að venju var mamma hans mjög vond við hann (sjá bók: Litli ljóti andarunginn) “ Hæ ljóta andstyggð” sagði móðirin blíð. “hæ mamma” sagði Andfreð “hvernig líður þér móðir mín góð?”spurði Andfreð mömmu sína “HAAAAA!!!!”öskraði hún up yfir sig Unginn svaraði vandræðlega “æj…þarf að fara ,bæ!”
Unginn fór inn í herbergið sitt og fór að sofa..En fyrst prófaði hann að taka eina fegurðarpillu…..

Hvað gerist breytist Andfreð..Verður hann myndarlegur..Það kemur í ljós þegar næsta saga kemur…