Sorp er áhugamál hér á huga en hefur enginn hugsað út í það að fólk gæti tekið þessu bókstaflega og haldið að þetta væri áhugamál um raunverulegt sorp/rusl?
Rusl er á mörgum stöðum, þegar þú gengur um borgina sérðu rusl allas staðar, íslendingar eru sóðar. Þú getur ekki gengið um miðbæinn án þess að sjá að minnsta kosti eitt nammibréf, hverslags ímynd er það?
ísland hefur nú þá ímynd að vera hreint og heilbrigt land, en samt er rusl allsstaðar. Svalafernur, gosflöskur, nammibréf og ýmisskonar ílát undir skyndibita fæði.
Er hægt að horfa upp á landið okkar leggjast undirsorp og verða að ruslahaug eða ætti að gera eitthvað í þessu máli, svosem útvega fólk í að þrífa ruslið eða búa til fleiri og strangari reglur?
Það eru reglur um að það megi ekki kasta rusli á göturnar ogþað getur varðað sektun, en hver virðir það? Hugsaðu málið hefur þú ekki einhverntímann kastað rusli á götur Reykjavíkurborgar?
Það rusl týnist ekki upp af sjálfu sér og í miklu roki fýkur það upp í tré og annað. Villt þú hafa rusl í trénu í garðinum þínum?
Hugsaðu málið.

Kv. GullaJ