Ég veit ekki hvort að þetta kemst inn á grein eða kork en allavega langar mig doldið að fjalla um þetta málefni. Ég veit um fátt skemmtilegra þegar að ég er að flakka um internetið eins og að lesa “sorp” fréttir um heimsku annars fólks í útlöndum eða jafnvel innlendar. Ég var því mjög feginn þegar að ég sá að búið var að opna áhugamálið sorp hér á huga. sjálfur er ég mikið á huga þannig að þá var bara einni ástæðu meira til að hanga á huga með að maður var að netast í tíma.
Þetta áhugamál fór vel á stað og fékk mjög gott feedback að mínu mati og virtist kæta hug margra. En það entist ekki lengi, allavega fyrir mig. Ég kom hér við og við til að kíkja á fréttir af heimskum atvikum og skemmtilegu “sorp” efni. En nú virðist heimsóknum mínum hafa fækkað töluvert þar sem að áhugi minn hefur veirð drepinn á “sorpinu” með hreint út sagt leiðinlegum spunasögum sem að eru ekkert merkilegar að mínu mati (afsakið greinahöfundar). mér finnst flott að margir eru áhugasamir við það að skrifa hér, en má samt ekki setja smá vinnu í þetta? Ekki bara skrifa einhverjar rugl sögur með heimskulegu plotti.
Allavega er þessi umfjöllun eingöngu til að vekja upp spurningarhug meðal notenda sorpsins. Ég er bara forvitinn um eitt; Eru hugarar sáttir með að “sorpið” er orðið svona?