Ja, ég var nú að heyra soldið skondna sögu núna nýlega. En
þið viljið náttúrlega helst heyra hana sem fyrst þannig að ég
skal bara hefjast handa:

Ég heyrði þessa sögu hjá frænda mínum sem er skráður hér á
huga sem dabbmundur þannig að þá er ég búinn að ljóstra
upp heimildum.

Það var kona um fimmtugt sem var á leiðinni út í búð í heimabæ
sínum í Bandaríkjunum. Hún var með tvö veski á sér, eitt með
kortum og annað með klinki og seðlum. Allt í einu þegar að hún
var að fara fram hjá litlu húsaskoti stökk maður á hana og tók
annað veskið hennar (nánar tiltekið það með seðlunum og
klinkinu) og hljóp í burtu. Hún hélt að maðurinn hefði lamið hana
í bakið þegar hún var rænd en titillinn á greininni segir hvað
hann hafði gert í alvörunni; með hnífinn í bakinu. Hú hrindgi í 15
ára gamla dóttur sína og sagði henni að hún hafði verið rænd
og lamin í bakið en hún ætlaði samt að fara í búðina. Þá fór
konan bara að versla með hnífinn í bakinu og enginn þorði að
segja neitt (Bandaríkjamenn :P ). En á leiðinni heim sagði
ungur maður henni að hún væri með hníf í bakinu. Konunni brá
auðvitað við það og þurfti að gangast undir aðgerð til að losna við
hnífinn.

En hnífurinn hefur örugglega ekki farið djúpt :P