Minnislaus á vergangi í átta ár Kona , sem hvarf í Kentucky í Bandaríkjunum, er fundin og er á leið til fjölskyldu sinnar.Svo virðist sem hún hafi verið í borginni Nashville á vergangi í 8 ár en málið reddaðist þegar hún sá auglýsingu verðbréfasala og mundi eftir því að hafa keypt hlutabréf.

Konan, sem heitir Alice Perley kom inn á skrifstofur hjá fyrirtækinu A.G. Edwards & Sons og sagði að hún héldi að hún ætti hlut í fyrirtækinu.Michael Guess, maðurinn sem tók á móti henni, sagði augljóst að hún hafi verið á götunni en ákvað samt að hjálpa henni.Þegar hann bauð henni peninga harðneitaði kellingin og sagðist aftur eiga peninga á reikningi fyrirtækinsins.

Guess ákvað þá að kíkja á þetta og hringdi í höfuðstöðvar fyrirtækisins í Atlanta.Stuttu eftir það kom svo staðfesting á að Perley væri viðskiptavinur og að henni hafi alltaf verið neitað í átta ár.

Svo virðist sem Perley, sem er meira að segja menntaður lyfjafræðingur, hafi horfið af heimili sínu í Kentucky eftir erfiðann skilnað.Hún fór úr flugvél sem millilenti í NAshville og var þar í skógum, á götunni og í skýlum fyrir heimilislausa.

Bróðir konunnar, sem býr í N-Karólínu frétti sér til mikillar gleði að systir hans væri fundin.Hann ákvað að hringja í hana og hún var glöð að heyra í honum, og ákvað að flytja aftur heim eftir þessi 8 ár.
Hún ætti að þakka þessum verðbréfasala fyrir og hann var mjög almennilegur við konuna.
En að vera þarna í 8 ár, alveg furðulegt.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.