Kennari í grunnskóla í Japan tók sig til og límdi fyrir munninn á tveimur nemendum og batt annan þeirra líka við stólinn sem hann sat á. Þetta gerði kennarinn vegna þess að þeir voru með hávaða. “Hið opinbera” er að rannsaka þetta atvik vegna þess að foreldrar annars stráksins kvörtuðu. Það sem allt gengur útá er þetta:
Strákarnir voru ekki að fylgjast með og voru að blaðra. Kennarinn lagði þá á gólfið en þegar blaðrið hélt áfram þá teipaði hún fyrir kjaftinn á þeim.

Hún smellti líka öðrum drengnum upp á stólinn sem hann hafði setið í og batt hann fyrir aftan bak með trip. Strákarnir voru alls ekki lengi að losa sig úr prísundinni og hvorugur þeirra meiddis líkamlega né andlega af þessum berserksgang kennarans.

Að sögn skólastjórnar þá hefur oft áður verið kvartað undan þessum kennara. Þá gerði hún af sér svipað atvik.

Ekki er komið á hreint hvort að kennaranum verði stungið inn.

———–

Þessi grein birtist upphaflega á hamstur.is en ég tók mig til og endurorðaði hana :)