Jæja, ekki ætla ég að setja þessar upplýsingar á Kattasíðuna, svo mikið er víst. Ég fékk tölvupóst þar sem verið var að safna undirskriftum gegn þessum viðbjóði.

Velflestir hafa heyrt um hin japönsku bonsai-tré, og því leist mér ekkert á þessa slóð þegar ég sá nafnið fyrst.

Kíkið á vefinn http://www.bonsaikitten.com. Þar er að sjá hina merku list að útbúa gæludýr í hvaða lögun sem þér hentar best. Þú semsagt tekur ungan kettling (1 vikna) setur hann í krukku, bíður í nokkrar vikur, fóðrar hann gegnum rör, lætur hann hafa hægðir í gegnum rör o.s.frv.

Og svo voila! þú ert með þennan fína kassalaga kött. Þeir segja að þetta sé hægt af því að bein kettlinga eru svo mikið gúmmí… humm. En þetta gildir ekki um annað ungviði.





Rosa fínt gimmikk sýnist mér, þeir sýna bara full stálpaða kettlinga þar sem þeir eru að setja þá í krukkur, og engin mynd af “útkomunni”….

Þetta er ekta sorp. :-)