Langaði að deila með ykkur sögu sem er alveg sönn. Þetta gerðist í Kringlunni fyrir svona 2 árum.

Ég var ekki beint handtekinn, en ég og Óli vinur minn hentum tómatsósubréfi(eins og maður fær á McDonalds) niður á kaffihúsið í Kringlunni og tveir menn frá Securitas komu hlaupandi eins og við værum einhverjir stórglæpamenn og hélt í okkur eins og við höfðum drepið mann eða eitthvað. Bréfið fór ekki í neinn og fólkið á kaffihúsinu vissi ekki einu sinni af þessu.
Síðan átti að setja okkur í Kringlubann ef við gerðum þetta aftur. Við vorum yfirheyrðir í um klukkutíma og það átti að biðja foreldra okkar að sækja okkur. En foreldrarnir voru ekki heima og þeir ætluðu bara að láta okkur bíða eftir að þau kæmu heim en svo loksins eftir miklar yfirheyrslur slepptu þeir okkur.

Og það sem meira er 2 bekkjarsystur okkar voru þarna og þær héldu örugglega að við hefðum verið að stela eða eitthvað. Auk þess voru tvær aðrar stelpur úr sama árgangi og aðrar tvær ári yngri.
Þannig að þetta var helvíti vandræðalegt og ég óska þessum mönnum sem tóku okkur alls hins versta í framtíðinni.

Þetta er það fáránlegasta sem ég hef lent í og svona getur gerst ef gaurarnir í Securitas hafa lítið að gera.
Skamm skamm Securitas í Kringlunni fyrir að gera okkur þetta.