Einu sinni var frændi minn að gista hjá mér þegar ég var svona 12 ára… ég á heima í vesturbænum svo við vorum að rölta út í sjoppu þegar við löbbuðum framhjá leikskóla og frændi minn kom auga á brennibolta sem lá á grasinu.

Eins og ég hef áður greint frá hafa ég og frændi minn mjög gaman af því að grýta hlutum í bíla svo hann klifraði yfir grindverkið og náði í brenniboltann og svo biðum við í nokkrar mínútur.

Þetta var sko um sumar og það var mjög gott veður og mikil sól….. svo allt í einu kemur bíll framhjá og áður en ég veit af hefur frændi minn fleygt boltanum og af því að veðrið var svo gott var gaurinn með rúðuna niðri og boltinn lenti beint í andlitinu á gaurnum og hálfri sekúndu seinna vorum horfnir og ég heyrði mjög hátt hemlahljóð.

Þegar við vorum komnir yfir í næstu götu kom gaurinn rauður í framan og með morðgljáann í augunum, en ég og frændi minn vorum horfnir á 5 sekúndum….. næsta dag komum við þangað og þá sáum við hjólför í grasi sem rétt hafa náð að stansa fyrir ljósastaur.

HEHEHE!
ég er ekki bara líffæri