Coke Þetta er svolítið skemmtileg grein um vinsælasta drykk jarðar. Augljóslega sjáiði að þetta er copy/paste grein en það er samt gaman að lesa skemmtilegar staðreyndir um coke-ið okkar. Þessa grein fékk ég á coke.is.
Þá er ekkert annað að segja en “enjoy!”



Saga Coca-Cola

Coca-Cola er vinsælasti gosdrykkur í heiminum, hans er neytt af fólki um allan heim hundrað-milljón sinnum á dag. Þetta er sagan um það hvernig litla flaskan með sitt einstaka merki varð að heimsins þekktasta vörumerki.

1886
Það var í maí 1886 í Atlanta, Georgía í Bandaríkjunum sem Dr. John Sith Pemberton, lyfsali í bænum, framleiddi fyrst sírópið sem varð þekkt sem Coca-Cola. Hann hafði um tíma reynt að búa til læknandi vökva sem bragðaðist nógu vel til að drekka. Það sem hann vissi ekki um drykkinn sem hann hafði búið til í bakgarðinum hjá sér var að hann myndi verða sá þekktasti í heiminum.

Dr. Pemberton

Það var nálægt Jacob´s apóteki sem Coca-Cola var fyrst boðið til sölu fyrir 5 cent á glas. Hvort sem það var hönnunin eða tilviljun, að þá var kolsýrt vatn var sett saman við nýja sýrópið til að framleiða eitthvað sem varð um leið “ljúffengt og hressandi”.

Það var félagi Dr. Pembertons og bókhaldari, Frank M. Robinsson, sem fannst að “tvö C myndu líta vel út í auglýsingum” og bjó til loka nafnið og hannaði hið fræga vörumerki “Coca-Cola” og hina einstöku skrift þess.

Í fyrstu var salan lítil –aðeins níu drykkir á dag að meðaltali fyrsta árið – og Dr. Pemberton var ekki kleift að ná góðum árangri með auglýsingum á drykknum sem hann hafði uppgötvað. Smám saman seldi hann hlutabréf í fyrirtæki sínu þar til 1888, rétt fyrir dauða hans, að hann seldi eftirliggjandi hlutdeild sína til kaupsýslumanns í bænum að nafni Asa Candler.

Candler hafði mikla trú á auglýsingum og setti fyrstu auglýsinguna í Atlanta Journal árið 1889 þar sem hann lýsti yfir “Coca-Cola. Ljúffengt. Frískandi. Hressandi. Endurnærandi”. Afsláttarmiðar sem buðu frítt glas voru líka notaðir til að styðja við aukningu í fjölda verslana sem seldu Coca-Cola.

1892
Candler, bróðir hans John S., Frank Robinsson og tveir aðrir stofnuðu “Coca-Cola fyrirtækið” og hæfileiki þeirra til að selja jók sölu á Coca-Cola sýrópinu næstum tífalt. Dagatöl, klukkur, krukkur og aðrar nýjungar voru núna nýttar til að kynna vöruna.

1893
Vörumerkið “Coca-Cola” var fyrst skrásett í Einkaleyfisskrifstofu Bandaríkjanna 31.janúar 1893.

1894
Fram að þessu, hafði fyrirtækið selt Coca-Cola sýrópið á bari og til veitingastaða sem blönduðu því sjálfir saman við kolsýrt vatn þegar þeir þjónuðu viðskiptavininum. Það var Joseph A. Biedenharn frá Vicksburg, Mississippi sem datt fyrst í hug að selja Coca-Cola sem tilbúna vöru. Hann varð átöppunaraðili þegar hann kom fyrir vélum bakatil í sælgætisverslun sinni og byrjaði að selja kassa af Coca-Cola í glerflöskum á plantekrur og timbursvæði upp og niður ána Mississippi.

1895
Aukningin hafði verið svo hröð að árið 1895 gat Asa Candler lýst yfir að “Coca-Cola” væri nú drukkið í öllum ríkjum og umdæmum í Bandaríkjunum.

1898
Þetta var árið sem fyrirtækið flutti í nýtt skrifstofuhúsnæði á Edgewood Avenue og College Street í Atlanta. Það var fljótt þekkt sem “Coca-Cola Place.”

Þetta ár var seldi fyrirtækið einnig Coca-Cola í fyrsta skipti utan USA – í Kanada og Mexíkó.

1899
Þrátt fyrir augljósa velgengni af átöppunarstarfseminni í Mississippi, hafði Asa Candler ekki mikla trú á að tappa á Coca-Cola. Hann hafði áhyggjur af öryggi, það var töluvert greint frá því að flöskutappar flygju af og meiddu þannig neytendur. Þannig að 1899, gátu Benjamin F. Thomas og Jospeh B. Whitehead keypt réttinn til að tappa á Coca-Cola fyrir mjög sanngjarna upphæð. Þetta var upphafið að mjög farsælli viðskiptaformúlu sem enn er undirstaða gosdrykkjaframleiðslu fyrirtækisins – fyrirtækið býr til sýrópið og selur það til fjölda átöppunaraðila sem þekkja og skilja betur viðskiptavinina á staðnum, geta betur mætt þörfum þeirra. Á innan við 20 árum jókst fjöldi átöppunaraðila yfir 1.000, starfræktir á Kúbu, Puerto Rico, Panama, Filippseyjum og Guam.

1915
Á fyrri part aldarinnar var mikið af eftirhermum sem reyndu að líkja eftir bæði hinu fræga bragði og töfrum Coca-Cola. Nöfn eins og Koka-Kola og King-Kola komu upp víðsvegar um landið. Fyrirtækið vissi að það yrði að aðgreina sig frá þessum vörutegundum og árið 1915 hannaði the Root Glass Company í Indíana auðkennandi flösku sem fékk Coca-Cola til að bera af í samanburði við keppinautana og passaði auðveldlega í hendi. Það urðu endalok fyrir margar eftirhermurnar þar sem neytandinn gat betur þekkt hina einu sönnu vöru.

1919
Coca-Cola fyrirtækið var selt fyrir $25 milljónir til Ernest Woodruff bankamanns í Atlanta ásamt hópi fjárfesta. Upphafsverð hlutafjár í fyrirtækinu var $40. Virði þessarar upphaflegu fjárfestingar var $6,7 milljónir í lok ársins 1998 (ef gert er ráð fyrir að öllum ágóða hafi verið fjárfest á ný).

1920
Vegna velgengni í útflutningi þá opnar Coca-Cola fyrirtækið fyrstu evrópsku framleiðslu-starfsemina í Frakklandi.

1923
Robert W. Woodruff, sonur Ernest Woodruff, verður forseti Coca-Cola fyrirtækisins. Hann hélt forystu í fyrirtækinu í yfir 60 ár og hjálpaði til við að tryggja Coca-Cola mikillar velgengni um allan heim.

1928
Nýsköpun eins og pakkning fyrir 6 flöskur til að taka með heim gerðu þetta ár að því fyrsta þar sem sala á Coca-Cola fóru fram úr “fountain” sales – vöru sem búin var til úr sýrópi á börum og veitingastöðum o.fl. Einnig þetta ár, er Coca-Cola fyrst sýnilegt á Ólympíuleikunum þar sem 1.000 kassar af Coke voru samferða bandaríska ólympíuliðinu til Amsterdam. Fjörutíuþúsund áhorfendur fylltu íþróttasvæðið til að verða vitni að tveim frumraunum: fyrst kveikt á ólympíueldinum og fyrstu sölu Coke á Ólympiuleikum.

1929
Með tilkomu opinna kæla var nú mögulegt að bjóða upp á ískalt Coca-Cola í smásöluverslunum. Fljótlega í kjölfarið kom fyrsti smápeninga sjálfsalinn sem gerði kleift að selja Coca-Cola í verksmiðjum, skrifstofum og skólum. Auglýsingalínan “The pause that refreshes” sást fyrst í Saturday Evening Post.

1931
Haddon Sundblom, listamaður á Atlanta svæðinu fékk að hanna jólavarnings plaköt, og bjó til ímynd jólsveinsins sem nú er vel þekkt um allan heim.

1933
Sjálfvirk “fountain dispenser” (postmixvél) er kynnt á Chicago World´s Fair. Með því einu að toga í handfang, gat barfólk borið fram vel kælt Coca-Cola.

1936
Fimmtugs afmæli Coca-Cola fyrirtækisins.

1941
Þátttaka Bandaríkjanna í stríðinu veitti Coca-Cola fyrirtækinu nýjar áskoranir og tækifæri – hvernig ætti að afhenda hermönnum um allan heim uppáhalds drykkinn þeirra. Árið 1941 lýsti Robert Woodruff yfir að hann vildi sjá “að hver maður í búning fengi flösku af Coca-Cola fyrir 5 cent, hvar sem hann er og hvað sem það kostar”. 64 Átöppunarverksmiðjur á hjólum voru sendar á hersvæðin og töppuðu þær um 5 billjón flöskum.

1942
“It´s the real thing” er fyrst notað í Coke auglýsingu. Þann 25 desember styrkir Coca-Cola fyrirtækið, í samvinnu við War and Navy Departments, sérstaka 12 klst. útvarpsþátt til yfir 142 útvarpsstöðva. Titillinn var “Uncle Sam´s Christmas Tree”, þátturinn bauð upp á 43 vinsælar hljómsveitir í beinni útsendingu frá 43 mjög dreifðum herstöðvum í U.S.A.

1945
“Coke” er skráð sem vörumerki í U.S Patent and Trademark Office. Þegar heimurinn komst frá átökunum, var Coca-Cola þekkt um allan heim sem tákn um vináttu og hressingu. Stríðið hafði gefið mörgum í Evrópu og annars staðar bragð af Coca-Cola – bragðs sem þeir greinilega nutu – og með endalokum stríðsins, upplifði Coca-Cola kerfið mikinn vöxt í fjölda landa með átöppunarstarfsemi sem tvöfaldaðist til loka ársins 1950.

1950
Coca-Cola byrjar að nota auglýsingar í sjónvarpi fyrir vörur sínar með því að styrkja fyrsta þáttinn sem sýndur var í beinni útsendingu.

1955
Til að verða við vaxandi eftirspurn eru kynntir 10, 12 og 26 únsu king-size og fjölskyldu flöskur með mikilli velgengni. Málmdósir eru þróaðar fyrir herafla í útlöndum.

1960
Málmdósir eins og sendar voru hermönnum í Kóreustríðinu er nú hægt að fá allsstaðar. Einnig þetta ár, kaupir Coca-Cola fyrirtækið Minute Maid fyrirtækið og kynnir Fanta í Þýskalandi. Í dag er Fanta stærsti appelsínu gosdrykkurinn og þriðji stærsti gosdrykkurinn í heiminum.

1961
Sprite er kynntur.

1963
Fyrirtækið kynnir TAB, fyrsta kaloríulétta drykkinn, og “Things go better with Coke” er hægt að sjá í fjölda auglýsinga.

1969
“It´s the Real Thing” sem fyrst var notað árið 1942, kemur aftur í mjög velheppnaðri alheims auglýsingaherferð.

1971
Ungt fólk um allan heim safnast saman á brekkubrún í Ítalíu til að syngja “I´d like to buy the world a Coke.” Það varð meginatriði alheims auglýsingaherferðar sem margir muna eftir enn þann dag í dag.

1977
Hin einstaka glerflaska, sem neytendur um allan heim þekkja, er skrásett sem vörumerki af the U.S. Patent and Trademark Office, heiður sem aðeins fáar aðrar pakkningar hafa fengið.

1981
Roberto C. Goizueta er kosinn Stjórnarformaður (Chariman of the board og Directors) og framkvæmdarstjóri Coca-Cola fyrirtækisins. Hann stjórnaði fyrirtækinu í 16 ár.

1982
Fyrirtækið kynnir fyrstu framlenginguna a Coca-Cola vörumerkinu – “diet Coke” er kynnt í Bandaríkjunum. Það er í dag mest seldi lág kaloríugosdrykkurinn. Á meðan er “Coke is it!” slagorðið þýtt og sniðið til að ná til viðskiptavina næstum allsstaðar.

1985
Í apríl, eftir mikil bragðtest, kynnir fyrirtækið nýtt bragð fyrir Coca-Cola í Bandaríkjunum og Kanada – “new” Coke. Neytendur brugðust við með fordæmislausum úthellingum af tryggð og ástúð fyrir upprunalegu formúlunni. Fyrirtækið hlustar og í júlí kynnir það á ný upprunalegu formúluna og kalla það Coca-Cola classic. Einnig þetta ár, er kynnt nýtt bragð, Cherry Coke.

1986
Árið sem fyrirtækið á 100 ára afmæli, tvær stórar bandarískar átöppunarverksmiðjur sameinast til að stofna Coca-Cola Enterprises. Þetta nýja fyrirtæki mun axla ábyrgð fyrir átöppunar-aðgerðum á Stóra Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og Belgíu og annarsstaðar í Evrópu.

1988
Sjálfstæð alheimskönnun staðfestir að Coca-Cola sé nú best þekkti, aðdáunarverðasta vörumerkið í heiminum.

1996
Coca-Cola styrkir sumarólympíleikana í heimabæ sínum Atlanta, Georgíu. Einnig þetta ár; átöppunarverksmiðja Cisneros, stærsti gosdrykkjaátöppunarverksmiðjan í Venezuela, skiptir úr að búa til Pepsi yfir í Coca-Cola.

1997
The world of Coca-Cola attraction opnar í Las Vegas og fyrirtækið styrkir vetrarólympíuleikana í Nagano, Japan, settur þannig mark sitt á 70 ára afmæli samvinnu fyrirtækisins við Ólympíuleikana. Tvær nýjar vörutegundir, Citra og Surge, eru kynntar þetta ár.

1998
Sala á Coca-Cola og öðrum vörum fyrirtækisins ná 1 billjón skömmtum á dag. Coca-Cola er helsti styrktaraðili Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Frakklandi, og styrkir þannig ennfremur tengingu sína við allskyns íþróttir.

2000
Coca-Cola er opinber styrktaraðili Ólympíuleikanna í Sydney 2000 og Euro 2000 fótboltakeppninnar í Belgíu og Hollandi. Nýja öldin sést einnig á kynningu á nýrri pakkningahönnun og auglýsingum fyrir Coca-Cola. Hannað til að gefa vörumerkinu nýtt, ferskara, kraftmikla ímynd sýnir pakkningin opna glerflösku og einblínir meira á hið góða frískandi bragð. Auglýsingin er með nýja setningu “Coca-Cola enjoy” og tilkomumikla tónlist allsstaðar að úr heiminum.