Hér koma nokkrar spurningar um hluti sem sumir vissu kannski ekki!

Njótið…

Af hverju roðnum við ?
Þegar maður roðnar verður maður rauður í andliti og finnur það hitna. Því meira sem maður hugsar um það, því meira roðnar maður. Við roðnum af því að aukið magn af blóði rennur um örsmáar æðar rétt undir yfirborði húðarinnar. Ástæðan fyrir þessu er oft tilfinningaleg - kannski skammast maður sín eða maður er feimin. Fólk getur líka roðnað af því að drekka áfengi eða borða mjög kryddaðan mat. Fyrir hundrað árum þótti það fallegt að vera rjóður og ungar konur klipu sig í kinnarnar til þess að þær fengju rauðan lit !

Hvernig stöðvar maður hiksta ?
Það eru margar aðferðir sem sagðar eru duga til þess að stöðva hiksta, s.s. að hræða þann sem hikstar eða að setja ísmola á bakið á honum. Bestu aðferðirnar eru líklega þær sem þvinga menn til þess að anda hægt, svo sem að drekka vatn af þeim barmi glassins sem snýr frá manni eða að anda í pappírspoka (EKKI í plastpoka)

Af hverju myndast hringiða þegar maður tekur tappann úr baðinu ?
Það er ótrúlegt en það er snúningur jarðarinnar sem veldur því að hringiða myndast. Snúningur jarðar veldur kröftum sem koma í veg fyrir að vatn renni alveg beint niður. Þessi áhrif magnast upp og hringiðan myndast. Á norðuhveli jarðar snýst hringiðan alltaf réttsælis en á suðurhvelinu snýst hún rangsælis.

Nú nenni ég ekki að skrifa meira…

Þessar heimildir eru ú bók sem hetir “Viltu vita svarið” !

Þetta er satt !

Kv. Grímsla