Sterk kona Kona ein í Flórída í Bandaríkjunum framkvæmdi ótrúlega hetjudáð á dögunum þegar að eiginmaður hennar var í bráðri hættu staddur. Eiginmaðurinn, Richard Stillwell, var að skipta um púströr á Ford Econoline bíl sínum, sem er mjög stór og þungur bíll. Tjakkurinn undir bílnum gaf sig og bíllinn datt ofaná manninn. Hann hrópaði á hjálp og konan hans heyrði í honum. Hún hljóp út og sá hvað hafði gerst. Án þess að hugsa sig um þá tók hún báðum höndum undir bílinn og lyfti honum nógu mikið upp til þess að maður sinn gæti skriðið undan. Konan er 50 kg og 157 cm á hæð. Hún sagði í viðtali að hún hefði ekki hugmynd um hvernig hún hefði farið að því að lyfta 2,5 tonna bíl ofan af manni sínum. Hún reyndi að bifa bílnum daginn eftir til að athuga styrkinn enn hún gat ekki haggað honum.
Það er rétt sem þeir segja, ástin getur sennilega flutt fjöll.