Gömul kona að nafni Margie Knake, 72 ára, hafði skráð sig inn á spítala í Nashville, Tennessee, fyrir hjartaaðgerð en þegar hjúkrunarkona kom til að gera að henni sá hún að sjúklingurinn var horfinn. Eftir mikla leit í spítalabyggingunni og ekkert hafði spurst til Margie, fann árvökull starfsmaður miða frá henni sem á stóð, “skaust til að kjósa, kem aftur eftir hálftíma”. Konan hafði gleymt að kjósa áður en hún skráði sig inn á spítalann og skaust því til að tryggja forsetaefni sitt. Starfsmenn á kjörstað mundu vel eftir hjartveika gamalmenninu sem mætti í spítalafötum tilbúið undir aðgerð enda ekki voru margir kjósendur sem mættu með næringu í æð á kjörstað. Aðgerðin gekk víst vel og fór fram á réttum tíma.
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25