Maður nokkur á Nýja-Sjálandi lenti í neyðarlegum aðstæðum í síðustu viku þegar hann var í mestu makindum að horfa á sjónvarpið inni í stofu hjá sér.
Paul Goldsmythe, 33 ára gamall Nýsjálendingur, var að horfa á síðustu kvikmynd kvöldsins á heimili sínu þegar að síminn hringdi. Klukkan var orðinn rúmlega 2 eftir miðnætti og maðurinn furðaði sig á því hver væri að hringja svo seint. Hann svaraði og þá var það lögreglan á hinni línunni sem að sagði honum að það væri búið að umkringja húsið hans og hann ætti að koma rólega út með hendur á lofti, óvopnaður.
Greyið maðurinn skildi ekki neitt í neinu en þorði ekki öðru en að gera það sem honum var sagt og rölti hann löturhægt út á götu hjá sér og kallaði “ Ég er óvopnaður”.
En þegar út var komið var enga lögreglu að sjá þannig að hann fór aftur inn og tók upp tólið og þar var lögreglumaðurinn ennþá á línunni og tjáði honum að hann hefði því miður hringt í skakkt númer.
Ímyndið ykkur nágrannana að horfa á greyið manninn rölta út á götu kallandi, “ég er óvopnaður”, þeir hafa haldið að hann væri genginn af göflunum