Kosningaröðin í kvöld
EBU er búið að birta kosningaröð kvöldsins og eins og hér má sjá eru austantjaldslöndin líklegust að fá stigin sín snemma í röðini, og Ísland og önnur vesturlönd líklegri til að fá stigin sín seinna með. Þessi röð er sett saman eftir að dómarar hvers lands hafa kosið til þess að gera keppnina meira spennandi og senda sigurvegarann seinna í efsta sætið. Síðan þegar símakosningu er lokið geta þeir seinkað ákveðnum löndum til að passa að spennan sé í hámarki, eins og gert var með stig Noregs árið 2009 þegar þeir biðu með þá þangað til í endan svo að Ísland gæti farið fram úr Aserbaídsjan í blálokin. 
Á listanum má sjá að Ísland, Noregur og Svíþjóð eru saman í röð og þar má búast við að Danmörk hoppi upp nokkur sæti, og við fáum þá kannski tvö sett af átta eða tíu stigum. Þau lönd sem sjaldan gefa okkur stig (fyrrum Sovétríkin, Frakkland, Tyrkland og Grikkland) eru snemma í röðini, á meðan að lönd sem við höfum oft treyst á að fá atkvæði frá (Norðurlöndin, Lettland, Eistland, Litháen, Írland og Ítalía) eru öll frekar aftarlega. Þetta verður án efa svaka spennandi kvöld. 

Áfram Ísland og gleymiði því ekki að Greta og Jónsi eru númer sjö á svið í kvöld, alveg eins og Jóhanna Guðrún var þegar hún lenti í öðru sæti. 

 1. Albania - (Andri Xhahu)
 2. Montenegro - (Marija Markovic)
 3. Romania - (Paula Seling)
 4. Austria - (Kati Bellowitsch)
 5. Ukraine - (Aleksey Matius)
 6. Belarus - (Dmitry Koldun)
 7. Belgium - (Peter Van de Veire)
 8. Azerbaijan - (Safura Alizadeh)
 9. Malta - (Keith Demicoli)
 10. San Marino - (Monica Fabbri)
 11. France - (Amaury Vassili)
 12. United Kingdom - (Scott Mills)
 13. Turkey - (Ömer Önder)
 14. Greece - Adriana Magania)
 15. Bosnia & Herzegovina - (Elvir Lakovic Laka)
 16. Moldova - (Olivia Fortuna)
 17. Bulgaria - (Anna Angelova)
 18. Switzerland - (Sara Hildebrand)
 19. Slovenia - (Lorella Flego)
 20. Cyprus - (Loucas Hamatsos)
 21. Croatia - (Nevena Rendeli)
 22. Slovakia - (Mária Pietrová)
 23. FYR Macedonia - (Kristina Talevska)
 24. Netherlands - (Vivienne van den Assem)
 25. Portugal - (Joana Teles)
 26. Iceland - (Matthías Matthíasson)
 27. Sweden - (Sarah Dawn Finer)
 28. Norway - (Nadia Hasnaoui)
 29. Lithuania - (Ignas Krupavičius)
 30. Estonia - (Getter Jaani)
 31. Denmark - (Louise Wolff)
 32. Ireland - (Grainne Seoige)
 33. Latvia - (Valters Fridenbergs)
 34. Spain - (Elena S Sánchez)
 35. Finland - (Mr Lordi)
 36. Georgia - (Sopho Toroshelidze)
 37. Italy - (Ivan Bacchi)
 38. Serbia - (Maja Nikolić)
 39. Germany - (Anke Engelke)
 40. Russia - (Oxana Fedorova)
 41. Hungary - (Éva Novodomszky)
 42. Israel - (Ofer Nachshon)