Eurovision Getraun 1
24. janúar – 7. febrúar 2007


Hámarksfjöldi stiga sem hægt er að fá úr triviunni eru 20 stig.

1.
Sænska söngkonan Lena Philipsson flutti lagið “It hurts” sem framlag Svíþjóðar í söngvakeppninni 2004. Nú er spurt, hversu oft hafði hún áður reynt fyrir sér í sænsku forkeppninni, og hvaða ár var/voru það? (2 stig)

Svar: 3var, 1986 (Kärleken er evig, 2. sæti), 1987 (Dansa i neon, 5. sæti) og 1988 (Om Igen, 2. sæti).

2.
Írland hóf þátttöku sína í söngvakeppninni árið 1965, og hefur keppt alla tíð síðan að örfáum árum undanskyldum. Írsku framlögin hafa nærri því alltaf verið á ensku, fyrir utan eitt skipti, þegar það var flutt á írsku/galísku. Hvaða ár var það, hvað hét lagið og hvað hét flytjandinn? (3 stig)

Svar: Það var árið 1972, lagið heitir “Ceol an ghrá” og flytjandinn er Sandie Jones.

3.
Hvaða ár var byrjað að nota núverandi stigagjöf (1 2–3–4–5–6–7–8–10–12)? (1 stig)

Svar: 1975 var þetta kerfi notað í fyrsta skipti.

4.
Spurt erum fyrrum hjón.
Þessi fyrrum hjón (sem einstaklingar) komu að gerð eða flutningi 6 laga sem voru framlög þjóðar þeirra í söngvakeppninni, með misjöfnum árangri.
Nú er spurt, hvaða fyrrum hjón eru þetta (eftirnöfn nægja, en fyrri nöfn æskileg) og fyrir hvaða þjóð voru þessi lög flutt? (3 stig)

Svar: konan heitir Anita Skorgan, maðurinn heitir Jahn Teigen og komu þau að gerð / flutningi 6 laga fyrir Noreg á árunum 1977 til 1988.

5.
Hvaða ár hætti Lúxemborg þátttöku í söngvakeppninni? (1 stig)

Svar: Lúxemborg hætti þátttöku sinni í Söngvakeppninni árið 1993.

6.
Árið 1969 deildu 4 lönd með sér sigri í söngvakeppninni, eftir að hafa öll endað með 18 stig eftir atkvæðagreiðslu.
Þó hefur einu sinni gerst eftir það að þjóðir hafi endað með jafnmörg stig eftir atkvæðagreiðslu, en þá var gripið til “hlutkesti”, þar sem reiknað var hvort landið hefði fengið hærri “toppa” í atkvæðagreiðslunni.
Nú er spurt, hvaða ár var þetta, hvaða tvö lönd voru þetta sem enduðu með jafnmörg stig og hvort landanna var úrskurðað sigurvegari? (4 stig).

Svar: Árið er 1991, löndin eru Svíþjóð og Frakkland, og var Svíþjóð úrskurðað sigurvegari með fleiri tíur (eftir að hafa fengið jafnmargar tólfur og Frakkland).

7.
“Ef lífið væri gjöf” er bein þýðing á titli á fyrrum sigurlagi í söngvakeppninni.
Nú er spurt, um hvaða lag er verið að ræða, fyrir hvaða land keppti það og hvaða ár? (3 stig)

Svar: Lagið er “Si la vie est cadeau”, sem var framlag Lúxemborgar árið 1983.

8.
Eitt af fyrrum sigurlögum úr söngvakeppninni hefst á þessum línum:
I feel you're moving on a different cause
Makin' a way for a distant course
You say you love me and you roll your eyes
Turn to stare at the empty skies.
Hvaða framlag er þetta (land og ár)? (2 stig)

Svar: Þetta munu vera upphafslínur lagsins “Everyway that I can”, en það mun hafa verið tyrkneska framlagið í Söngvakeppninni árið 2003.

9.
Hvaða land dró sig úr keppni á síðustu stundu fyrir söngvakeppnina árið 1988? (1 stig)

Svar: Þetta mun hafa verið Kýpur sem um ræðir.

10.
Hvert er raunverulegt nafn leikkonunnar sem leikur Silvíu Nótt? (1 stig)

Svar: Ágústa Eva Erlendsdóttir.

—–

Staðan eftir 1. keppni:
1. Glamrocker - 7,67 stig.