Spurning dagsins Hér er smá tilraun á ferðinni. Spurningar dagsins í dag eru í þremur þyngdarflokkum. Svarið spurningunum hér fyrir neðan. Munið að það er ekkert gaman að svindla eða kíkja hjá næsta manni.

Þessi kubbur er prufa þann 23. janúar 2007. Við sjáum til hvort framhald verði á.

Þyngarstig eitt

1. Björgvin Halldórsson hefur einu sinni sungið fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hvað heitir lagið og hvaða ár tók það þátt í keppninni?

Þyngardarstig tvö

2. Magnús nokkur Eiríksson hefur samið lag og texta fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hvað heitir þetta lag og í hvaða sæti lenti það?

Þyngdarstig þrjú

3. Þetta land tók fyrst þátt í Eurovision árið 2005. Í ár var átta manna nefnd skipuð til að kjósa fulltrúa landsins í Eurovison. Hvaða land er þetta og hvað heitir fulltrúinn sem var valinn?


Góða skemmtun.
Karat