Spá aðdáenda út um alla Evrópu!
Árlega er vefsíðan ESC Nation með skoðunakönnun þar sem þeir leyfa notendum að kjósa uppáhalds lögin sín eins og gert er í keppninni sjálfri. Síðan eru öllum stigum safnað saman eftir landi og topp tíu lögin valin frá því landi fá stig frá 1-12. Á myndinni er sýnt hvernig staðan er núna eftir að tvö þúsund manns hefur kosið. 

Endilega skráið ykkur og kjósið uppáhalds lögin ykkar.