Var að heyra orðróm sem að er að ganga um Ítalíu í ár en samkvæmt þessari vefsíðu hefur Ítalía gert leynilegan samning við EBU svo að engir dómarar muni kjósa landið í ár. Ítalía stendur nú í fjármálakreppu og hefur ekki efni á því að halda keppnina eins og hún hefur verið haldin síðustu ár. Ítalir gætu víst ekki ímyndað sér að biðja annað land um að halda keppnina fyrir sig og hefur þess vegna mútað dómurum. 

Ég veit ekki hvort að eitthvað sé til í þessu en maður getur ekki vitað fyrri víst fyrr en næsta laugardagskvöld.