Já ég var í algjöru sjokki í gær. Þegar það var bara eitt eftir og Noregur var eftir þá var ég búin að skrifa okkur út og var bara NOREGUR, NOREGUR! En nei, 3.árið í röð kom íslenski fáninn síðastur! Ég trúði því varla og ég var í svo miklu sjokki að ég heyrði einu sinni ekki þegar hún sagði Iceland og sá ekki viðbrögð strákanna og Þórunnar (þess vegna horfði ég á endann aftur!). Ég er svo ángæð, en á hinn bóginn er ég rosa leið fyrir hönd Noregs og Stellu greyinu. Þetta var uppáhalds lagið mitt og ég mun sakna þess að heyra ekki Haba Haba á laugardaginn.

Bætt við 13. maí 2011 - 14:59
Þetta á að vra fyrri undankeppnin haha ;)