Í gærkvöldi var stærsta undankeppnin fyrir Eurovision haldin, Melodifestivalen, undankeppni Svía (kemur kannksi ekki mörgum á óvart þar sem Svíþjóð er svo mikil Eurovision þjóð). Ég horfði spennt á hana á SVT1 (rosa gaman að vera með fjölvarpið:)) og allan tímann hélt ég með sigurvegaranum, Eric Saade, með lagið Popular :D Hann sigraði bæði í dómara- og símakosningunni (það er 50/50 eins og í Eurovision), og var að lokum með 193 stig, en í 2.sæti var Danny Saucedo með lagið In The Club með 149 stig. Það var þegar búið að spá öðrum hvorum þeirra sigri en ég var viss um allan tímann að Eric myndi vinna, og þegar ég fattaði að hann var búinn að vinna var ég bara hoppandi af gleði!

Eric Saade er rísandi stjarna í Svíþjóð. Hann er 20 ára, pabbi hans er frá Líbanon en mamma hans frá Svíþjóð og hann er búinn að búa í Svíþjóð alla sína ævi. Hann gaf út lagið Sleepless árið 2009 sem varð rosa vinsælt og svo tók hann þátt í Melodifestivalen í fyrra með Manboy. Þrátt fyrir að lagið varð í 3.sæti varð það rosa vinsælt, bæði innan og utan Svíþjóðar. Það var svo ekki fyrr en hann kynnti stig Svíþjóðar í aðalkeppni Eurovision í fyrra sem fólk fór að taka verulega eftir honum. Í fyrravor gaf hann út sína fyrstu sólóplötu, Masquerade, sem var í 2.sæti á sænska plötulistanum. Þegar ég heyrði að hann væri að taka aftur þátt í Melodifestivalen vissi ég að hann myndi vinna, og hugsaði aldrei út í það ef hann myndi ekki vinna, og hann vann :)

Núna get ég ekki beðið eftir að sjá Eric í seinni undankeppninni 12.maí (því miður getum við ekki kosið hann því Ísland er í fyrri undankepppninni 10.maí), og vona að hann komist allavega í aðalkeppnina. Ég er líka að vona, núna þegar hann er að taka þátt í Eurovision, að platan hans komi út hérna (og væntanleg plata hans í sumar) :D

http://www.youtube.com/watch?v=COHt17Sfrw0&feature=related - Eric að syngja Popular í keppninni í gær. Takiði efitr íslenska fánanum? Greinlega einhverjir Íslendingar í salnum!

http://www.youtube.com/watch?v=BsgdIc07XI0&feature=related - Eric að snygja Popular eftir sigurinn!