Þeir sem hafa horft á Eurovision síðustu ár hafa eflaust tekið eftir þessu sem við köllum klíkuskap eða þ.e.a.s. Austanlöndin gefa hvert öðru stig og svo gefa Norðurlöndin líka hvert öðru stig.
Með tímanum er maður nú bara farin að kunna þetta utan af, þú veist alveg að Kýpur gefur Grikkjum tólf stig í lang flestum tilfellum bara svona sem dæmi. Spánn fær líklega tólf stig frá Andorra.

Í gær horfði ég á þessa keppni upp í bústað hjá ömmu og afa, með þeim og mömmu og pabba. Ég og mamma vorum sko með það á hreinu hvert þessi stig færu og ég efast ekki að margir hafi gert sér grein fyrir því áður en stigin voru gefin (bara alveg eins og Sigmar, hann virtist líka bara vera með þetta á hreinu).

Þannig að mín skoðun er sú að þó að Eurovision er, eða virðist, vera algjör klíkuskapur þá er þetta mjög góð til að læra landafræði;)
Þú lærir hvar nágrannaþjóðir og vináttutengslin eru (þ.e.a.s. vináttutengsl og svo innflytjendur en þar má nefna dæmi, Tyrkir í Þýskalandi).
Þannig Eurovision er gott fyrir fólk til að læra smá í landafræði.


Mig langar líka að bæta einu við.
Hjá mér og móður minni voru sigrarnir svona:
1. Fara upp úr forkeppninni inn í aðalkeppnina
2. Vera fyrir ofan Svía aðalkeppninni (við gjörsamlega þolum ekki Charlotte og það hefur ekkert að gera með 1999 keppnina)
3. Vinna keppnina

Tveim sigrum náð!

Og svo unnum við keppnina í andanum!