Svo vill til að ég ákvað að horfa á undankeppni Eurovision áðan, eftir lögin ákvað ég að hringja í 900-2005 og kjósa Mercedezclub.
Þannig vill til að ég náði ekki í gegn, ég reyndi nokkrum sinnum í viðbót og náði aldrei í gegn, ég var nokkuð forvitinn afhverju það var og ákvað að gera smá tilraun.
Fyrst hringdi ég í það lag sem mér fannst ólíklegast að sigra (ragnheiður gröndal), þar náði ég strax í gegn og fékk skilaboðin “atkvæði móttekið”, síðan hringdi ég í eurobandið og fékk skilaboðin “atkvæði móttekið”, nú fannst mér þetta eitthvað skrítið og hringdi aftur í 900-2005 en ekkert gerðist, finnst ykkur ekki dálítið skrítið að lag sem allir ætluðu að kjósa náði ekki að sigra?