Mér finnst að það ætti að hætta með þessa símaatkvæðagreiðslu og fá dómnefndina aftur.. Þá eru lögin actually dæmd en ekki vinskapur milli þjóða.. Gjörsamlega óþolandi
Ef það er ekki hægt þá á að skipta þessari keppni niður í tvennt.. Austur-Evrópa í sérkeppni og allir hinir í einni keppni.
Svona í alvöru, þetta er ekki normal

Búlgaría var að mínu mati með eitt lélegasta lag Eurovision frá upphafi! Allt við þetta var ógeðslegt í orðsins fyllstu merkingu og ssmt komust þau áfram… Lélgur söngur, enginn innlifun, stolið atriði, lélegt lag….

Við eigum aldrei eftir að komast áfram í aðalkeppnina. Búin að senda týpískt eurovisionlag sem Selma söng árið 2005, gerðum “grín” af þessu í fyrra þegar við sendum Sylvíu og núna komum við með allt aðra tónlistarstefnu.. Hvað þurfum við að gera til að komast áfram? Maður spyr sig..

Það voru svo mörg lög þarna sem áttu skilið að komast áfram… Sem dæmi: Belgía, Danmörk, Kýpur, Sviss (frekar en e-ð annað) og lagið þarna “Push the button”.. Svo stóð Eiríkur sig mjög vel, mjög fagmannlega gert af honum og rosalega vel sungið.. Þetta er svona það sem ég man í fljótu bragði