Eins og kom fram í viðtali við Pál Óskar í útvarpsþættinum Zúúber á stöðinni FM957 þá sendi hann lag í forkeppnina en því var ekki hleypt áfram sökum þess að einn af 3 höfundum lagsins er ekki með íslenskt ríkisfang. Samkvæmt því sem Páll Óskar sagði í þessu viðtali tók maðurinn ekki nema lítinn þátt í þessu lagi, en hann lagði til einhverja vinnu í viðlagið. Palli sagðist hafa verið sannfærður um að þetta lag gæti farið langt í keppninni úti og hefði hann því ákveðið að senda það inn.
Reglurnar um ríkisfang höfunda eru víst ekki mjög ljósar, en þar er ekki gert ráð fyrir því að lagahöfundar geti verið fleiri en einn og þ.a.l. ekkert sagt um það hvað gera skal ef sú staða kemur upp að þetta er blandað, sem hér gerðist.

Ég harma þetta alveg rosalega mikið, því Páll Óskar hefur að sjálfsögðu nokkuð mikið vit á þessari keppni og treysti ég honum fullkomlega til að standa fyrir sínu þarna.
Hvað finnst fólki um þetta?