Hvernig er það, er ég alveg einn um það að geta bara ekki fundið eitt einasta lag í þessari forkeppni sem hefur séns í að meika það útí Finnlandi eftir nokkra mánuði?
Friðrik Ómar er klárlega minn maður í þessu um þessar mundir, finnst það lag samt ekkert eitthvað sem slær í gegn, en þó besti kosturinn af þeim sem þarna eru í boði.
Jújú, þetta er rosalega týpískt eurovision lag, en það er bara ekkert af hinum lögunum sem er hið minnsta varið í. Það eru jú nokkur lög sem hafa alveg einhver potential, en það er bara ekkert búið að vinna þau nóg, þetta er bara hent einhvernveginn saman og sett í keppnina, enginn mettnaður.
Hvað finnst ykkur?