Mér finnst að það ætti að breyta keppninni. Þetta er ekki að ganga að hafa svona undankeppni (finnst mér) og það eru of mörg lönd til að hafa eina keppni. Af hverju ekki að hafa 2 Eurovision - austur og vestur?

Austur-Evrópa er á svo allt öðru plani en við í tónlist. Það sjá allir að þar er önnur menning og þeim myndi t.d. aldrei detta í hug að djóka með það sama og Silvía gerði. Það er bara allt öðruvísi þarna.

Ef hægt væri að hafa allt þetta rusl sem er í þessarri keppni þar sem það á heima, austan megin þar sem fólk fílar þetta, væri kannski hægt að gera þessa keppni almennilega og senda betri tónlistamenn. Eurovision er nefnilega fyrir neðan virðingu margra tónlistamanna.

Af hverju ekki? :)