Sæl veriði

Mig grunar að eurovision keppnin sem verður haldin í ár eigi eftir að vera nokkuð ólík fyrri keppnum fyrir okkur íslending. Fyrst ber að nefna það að Gísli Marteinn verður ekki að lýsa þessu, sem mér finnst næstum bara jafnast á við skandal, því þessi maður hefur hreinlega farið á kostum í síðustu keppnum, man í fyrra þá voru ófáir gullhamrarnir sem hann skaut inní, alger snilld, og á ég án efa eftir að sakna hans í keppninni í ár.
Annað sem ég held að eigi eftir að setja strik í reikningin er það að Ísland á ekki raunhæfa möguleika á því að vinna. Við höfum aldrei sent inn lag í þessum dúr, þ.e. umhverfi lagsins, og höfum við alltaf stefnt á sigur með þeim lögum sem við höfum sent. Lagið í fyrra var snilld og synd að það skildi ekki ná lengri, því sigurlagið var mjög svipað lag og í sama gæðaflokki að mínu mati. En eins og ég segi, þá hefur alltaf verið einhver smá séns á að vinna þetta, en í ár er hann enginn, því lög þar sem djókað er vinna ekki þessa keppni, þó mörg þeirra nái að sjálfsögðu langt, og er það nú það sem maður vonar með hana Silvíu :)

Annars á ég ekki von á öðru en að þetta verði skemmtileg keppni rétt eins og alltaf því umsvif þessarar keppni er alltaf að aukast og því vonandi að þetta verði glæsileg keppni.

Gangi þér vel Silvía Nótt og ykkur Íslendingum öllu :) Reynum núna einusinni að fara inní þetta bara til að hafa gaman að þessu.