…að tíminn sem keppendur fá til þess að flytja sitt framlag er jafnlangur og að sjóða eitt egg, 3-4 mínútur.

…að Júgóslavía var fyrsta kommúnistaríkið sem tók þátt í Evrósisjón. Það gerðist árið 1961.

…að norski tónlistarmaðurinn Jan Teigen, sem keppti fyrir heimaland sitt árið 1978, varð fyrstur keppenda til að fá 0 stig.

…að það eru engar hömlur hvaðan úr heimnum flytjendur í Evróvisjón koma. Þannig keppti Katrtina Lskanich fyrir Bretland 1997 en hún er Ameríkani. Söngkonan gríska Nana Mouskouri keppti fyrir Lúxemborg árið 1963 og Eiríkur Hauksson keppti fyrir Noreg á sínum tíma.

…að fyrsta söngkeppnin undir þessu nafni fór fram í Sviss 1956.

…að 160 millijónir manna munu fylgjast með söngvakeppninni og margir munu horfa á keppninna í gegnum netið.

…að yngsti keppandinn sem nokkru sinni hefur sigrað í keppninni er Sandra Kim sem keppti fyrir Belgíu árið 1986. þá var hún aðeins 13. ára. En eftir þetta komst upp sá orðrómur að hún hefði fyrirfarið sér eftir keppnina en það reynist ekki rétt, því hún er en sprellifandi. Þetta ár fór Gleðibankinn út fyrir Íslands hönd.

…að Íslendingar hafa alltaf verið hrifnastir af framlagi frá Norðurlöndunum. Danir hafa oftast fengið hæstu einkunn og þar á eftir Svíar.

…að árið 1957 flutti Patricia Bredin fyrir Bretland stysta lag sem hefur verið flutt í Evróvisjón. Það var 1 mínúta og 52 sekúndur. Næsta lag á eftir var ítalska lagið sem Nunzio Golla söng. Það var lengsta lag sem tekið hefur þátt eða 5 mínútur og 9 sekúndur.

…að Finnland oftast allra landa, eða 8 sinnum lent í neðsta sæti. Belgía og Austurríki fylgja fast á eftir en hvort land hefur 7 sinnum orðið neðst. Þess má geta að besti árangur Finna í keppninni er 6.sæti!

…að Dana International, sem keppti fyrir Ísrael var fyrsti kynskiptingurinn sem keppti í keppninni. Hún sigraði með laginu Diva.

…að Írar hafa oftast unnið keppnina þ.e. sjö sinnum núna síðast 1996. Þess má geta að Jonny Logan hefur unnið 3var, 2var sem keppandi og 1 sinni sem höfundur.

…að það mega aðeins vera 6 keppendur í hverju lagi á sviðinnu frá hverju landi. Auk þess er undirspilið í keppninni á geisladisk, það eru ekki alvöru hljóðfæri sem spila…. frekar hallærislegt að vera með gítarleikara eða e-h svoleiðis á sviðinu þegar það er vitað að þeir eru ekkert að spila í alvöru.

…að hér áður fyrr máttu þjóðirnar í keppninni ráða á hvaða máli þær myndu syngja, því var breytt seinna og urðu allir þá að syngja á sínu eigin móðurmáli, því var þó breytt árið 1998 og máttu allir þá syngja á hvaða máli sem er auk þess var þá í fyrsta sinn ákveðið að hafa símakosningu í stað sérstakar dómnefnar.

…að gríska sjarmatröllið Zakis Roufas sem keppti 2004 með lagið Shake it, kom fram á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 með skemmtiatriði og hrundi þá niður af sviðinu. Hann var þá ekkert eins svalur eftir allt saman ;)

…að Bretar fengu í fyrsta sinn ekkert stig árið 2003.

…að ABBA hafði áður tekið þátt í Evróvisjón áður en þau unnu með Waterloo, þau kepptu þó ekki undir nafninu ABBA.
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!