Já, Þorvaldur Bjarni, fyrrum Idol mógúll er með lag í forkeppni íslendinga fyrir eurovision 2006 þar sem flytjendur eru Ágústa Eva (Silvía Nótt) og Þorvaldur Davíð (verzlóstrákur, í öllum söngleikjum þeirra). Persónulega hef ég ekki heyrt í Þorvaldi Davíð, en hann á víst að vera mjög góður, en hef heyrt Ágústu syngja og hún er mjög góð. Ég held að þetta gæti vel virkað ef að lagið er flott, þau eiga nú ekki mjög líklega eftir að gera neinar rósir, en ég held að eins og staðan er í dag séum við ekki í stakk búin til að vinna næstu keppni, nema maður gæti sannfært mann eins og Múgison til að fara, en ég held að hann myndi aldrei nokkurtíman gera það.
Annars held ég að útkoman úr þessu gæti orðið bara nokkuð töff og skemmtileg :)