Af MBL.is:

Norska rokksveitin Wig Wam kemur til landsins á laugardagsmorgun en hún mun halda tónleika á Gauki á Stöng um kvöldið. Nú hefur verið gengið frá því að hljómsveitin mun koma fram í Smáralind klukkan 16:30 á laugardag til að hita upp fyrir kvöldið.

Samkvæmt upplýsingum frá umboðsfyrirtækinu Consert mun Wig Wam m.a. flytja lagið sitt In My Dreams, sem hún lék í Evrópusöngvakeppninni. Þá mun hljómsveitin árita nýjustu plötuna sína, “Its hard to be a rock n roller … in Kiev”, sem kom út hér á landi í síðustu viku.

Síminn býður upp á tónleikana í Smáralind og er enginn aðgangseyrir eða aldurstakmark.

Wig Wam heldur síðan tónleika á Gauki á Stöng næsta laugardagskvöld. Miðasala er hafin á heimasíðu Concert.
————

Allir að mæta!
Þið megið búast við því að sjá mig þar í Wig Wam bol :)