Sum þessarra laga sem komust áfram voru einfaldlega illa sungin þ.e.a.s. falskt sungin en engu að síður komust þau áfram á meðan það voru önnur vel sungin lög sem sátu eftir.

Klíkuskapur þarf ekki endilega að vera þannig að löndin geri einhversskonar formlegan samning sín á milli. Stór hluti fólksins í löndunum er einfaldlega að kjósa landið fremur en lagið. Þá er það oftast vegna nálægðar og líkrar menningar. En auðvitað spilar það líka inn í að fólk í löndum sem hafa líka menningu fíla mun betur tónlist hvors annars heldur en tónlist annarra landa. Engu að síður getur þessi tilhneyging til þess að kjósa landið fremur en lagið haft úrslitaáhrif.

Það sem hjálpar löndunum í suður Evrópu og á Balkanskaga er aðallega fjöldi þeirra. Af þessu mætti draga þá ályktun að lönd í norður Evrópu þurfi að vera með framúrskarandi góð lög til þess að geta unnið.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Eurovision þróast núna á næstu árum. Ef löndin í suður Evrópu verða allsráðandi þrátt fyrir léleg lög þá held ég að þessi keppni missi allan sinn sjarma.