Fram kemur á mbl.is að Selma muni taka þátt í Eurovision í ár.
Var það ákveðið af útvarpsráði, tillaga Ríkissjónvarpsins, en eins og þeir segja: “Síðastliðinn desember samþykkti útvarpsráð tillögu Ríkissjónvarpsins að hafa ekki forkeppni fyrir keppnina í þetta sinnið.”…Hvað er eiginlega verið að meina, í þetta sinn? Var þetta ekki svona í fyrra? Það hefur oft verið engin undankeppni!!!
Svo stendur líka “að fjárhagsstaða sjónvarpsins og forgangsröðun verkefna hefði ráðið ákvörðuninni.”

Blablabla… mig langar sjálf að ráða hver fer fyrir mína hönd! En að sjálfsögðu er ég ánægð með Selmu, hún (+Þorvaldur) skilaði Íslandi besta árangrinum, 1999 í Ísrael, lenti í 2.sæti, hingað til!!
En maður getur ekki farið að hugsa svona langt fram í tímann, fyrst verður hún að ná upp fallinu sem við urðum fyrir í fyrra!