Viðurkennum bara að við unnum ekki í ár því lagið var einfaldlega of leiðinlegt! Það var engann veginn grípandi, alltof væmið og þetta var ekkert sjóv sem Jónsi var með þarna á sviðinu, eins og var í vinningslaginu. Ég held að á næsta ári ættum við að vera með svona grín-djók lag. Það myndi að minsta kosti tryggja okkur einhverja athygli og umtal frá hinum þjóðunum. Og það er nú ekki eins og við höfum einhverju að tapa þar sem það virðist vera alveg sama hvað lagið frá okkur er stórkostlegt að okkar mati( t.d. ,,Gleðibankinn “og ,,Nína”) við vinnum hvort sem er aldrei keppnina!!