Eins og örugglega allir vita hérna þá vann Úkraína í Eurovision með góðri forystu. Persónulega fannst mér lagið alveg ágætt og sérstaklega flott shw í kringum það. Serbía sem varð númer tvö fannst mér samt að ætti að hafa unnið því að mér líkaði við það lag og ég á 3 serbíska vini. Önnur lönd sem ég hefði viljað sjá ofar voru Svíþjóð sem að náði 5-6 sæti því að ég bý í Svíþjóð og það voru gerðar miklar væntingar fyrir keppnina hér. Danmörk hefði ég viljað sjá í úrslitunum en því miður gekk ekki allt upp. Að sjálfsögðu hefði ég viljað sjá Ísland ofar en ég skil alveg að það náði ekki langt, mér fannst lagið ekkert sérstakt.
Noregur í síðasta sæti og ekki í fyrsta sinn með aðeins 3 stig enda var lagið ekki gott og maðurinn búinn að klæða sig í álpappírsbúning frá norsk hydro eða eitthvað í þá áttina. Eitt land í viðbót sem hefði verið skemmtilegt að sjá í top 5 var Kýpur með ungu söngkonunni sem söng alveg frábærlega fannst mér, lagið “Stronger every minute”.
Annars fannst mér þetta frábær keppni og Tyrkirnir gerðu mikið úr þessu, núna er bara að bíða í heilt ár í viðbót, þá getum við farið til Úkraínu og horft á Ísland vinna þar.

Kv. StingerS