Þetta eru orðin sem ég bíð eftir spenntur. Langt síðan þessi keppni fór í hundanna. Á hverju ári heyrum við um spillingu, stolinn lög og endalaus hneyksli. Bæði hjá keppendum og dómurum. Er ekki kominn tími til að hætta þessari vitleysu og eyða frekar pening í að fá almennilega dagskrá á RUV. Þetta er að tröllríða öllum fjölmiðlum. Þetta fjölmiðlafrumvarp er alveg búið að bjarga vikuni hjá mér. Ég sjálfsagt verð alveg stjörnuvitlaus ef ég heyri þetta blessaða Eurovisionlag enn einu sinni. Ég er einmitt kominn í veikindafrí frá vinnu til að forðast það að heyra í útvarpinu. Ég er sannfærður um að fleiri í þjóðfélaginu séu á sama máli og ég. Þessi keppni er nú ekki búinn að auglýsa landið vel. Maður ávallt dauðskammast sín ef maður þarf að gefa upp þjóðfang. Ég segist ávallt vera frá Finnlandi. Ef ég segist vera frá Íslandi þá er bara hlegið af manni… allt útaf Eurovision. Evrópubúar eru sko ekkert búnir að gleyma gleðibankanum… þvílíkt hörmungarlag. Enda verða íslendingar ávallt að horfa á þetta drukknir því annars myndu þeir skipta á skjá1 sem ég einmitt mæli með… hef í það minnsta ekkert heyrt minnst á Eurovision þar.
Andstæðingar Eurovision Sameinumst!!!!!!