Þegar Eurovision hefst sést varla bíll á götum (nema fólk sé of seint í Eurovision-partý)! Þegar fyrstu fimm lögin eru búin fer ég stundum út að glugga en ég sé aldrei neinn á ferli! Sem sagt öll þjóðin horfir á Eurovision og hefur alltaf gert!

Þessi þáttur er með vinsælustu þáttum sem sýndir eru í íslensku sjónvarpi…þetta segi ég með vissu því að kannanir hafa verið teknar og þá kom í ljós að næstum öll þjóðin sest í sófann heima og horfir inní þennan imbakassa sinn, íslenska þjóðin er semsagt hálfgerð Eurovision þjóð.

En reyndar þá hugsa ég að ef að Eurovision væri oftar en einu sinni á ári þá yrði það svona þáttur sem fólk horfði bara á ef það væri ekkert annað að gera!

Það myndast svona Eurovision-fílingur fyrir hvert einasta Eurovision, í skólum og á miklu fleiri stöðum. Við Íslendingar höfum samt aldrei unnið þessa keppni, en bíðum samt alltaf eftir því.

Ég vona nú samt að við förum að vinna þessa keppni!


Kveðja/Bónusgrís