Mér finnst nú að hann Palli eigi nú hrós skilið frá öllum Evrópubúum. Hann hefur gert keppnina miklu skemmtilegri eftir að hann barðist fyrir því að símakosningar yrðu notaðar í Eurovision. Hann segir að hann hefði unnið ef að það hefði verið símakostning og almenningur Evrópu hefði fengið að dæma. Þessi dómnefnd er hundleiðinleg. Hvort hafa 8 manns eða eitthvað meira að segja um það hvaða lag vinnur eða allir Evrópubúar? Símakostning er miklu lýðræðislegri kosning. Dómurunum gæti verið mútað. En þá kemur galli við símakosningu. Fólk er farið í auknum mæli að kjósa leiðinlegasta og lélegasta lagið til að auka líkurnar á að sitt land vinni. Svo er hópur einhverstaðar uppi á RÚV sem hefur umsjón með símakosningunni. Það eru reglur í keppninni. Ef símakosningin klikkar, þá ákveður dómnefndin hvaða lög fá 1-12 stig. Þá gæti nefndin bara komið sér saman um að gefa ólíklegustu lögunum flestu stigin.

Takk fyri