Pælingar í sambandi við eurovision þá og nú.
Hvað er þetta með annað sætið? Ég heyrði einhversstaðar sagt að annað sætið væri dauðadómur? Hvers vegna?
Mitt svar er kannski það að þegar byrjað er að horfa á keppnina þá horfir fólk með opnum huga á fyrsta lagið en svo kemur annað týpískt eurovision lag og þá er fólk einhvern veginn kannski ekki eins opið. Ef þetta stenst hjá mér höfum við góða möguleika.
Annað er að keppnin hefur breyst umtalsvert og síðan áhorfendur fengu valdið þá hefur sviðsframkoma og annað skraut farið að skipta máli og nú komast kannski undantekningar frá dæmigerðu sigurlögunum í toppsætið. Þar af leiðandi verður þetta kannski ekki jafn professional. Baraðpæla.