Ég var að skoða aðalsíðu eurovisionkeppnarinnar og skoða myndbönd nokkurra þjóða og þar sá ég myndbandið við rússneska lagið. Ég veit ekki hvort þetta var endanlegt myndband rússnesku stúlknanna en allaveganna þá var það bara klippur úr hinum myndböndunum þeirra, sem maður hefur nú þegar séð, blandað með nokkrum smábarnamyndum af þeim og svo var endirinn alveg eins og í myndbandinu við “All the things she said” þar sem þær leiðast í burtu. Og mér fannst lagið alls ekkert spes og það er mín skoðun að ef þær vinna þá er það ekki vegna lagsins frekar vegna frægðar þeirra. En það er bara mín skoðun. Endilega segið ykkar skoðun á málinu……..!