Ég hef horft á Eurovision síðan ég man eftir mér og hver fjölskylda í móðurætt minni heldur til skiptis partý. Mér þótti þetta ótrúlega skemmtilegt hér áður fyrr, það að horfa á Eurovision, en hef sífellt haft minni áhuga á keppninni sjálfri, og huga(.is :) ) meira að partýinu.

Uppáhaldslögin mín eru auðvitað Gleðibankinn, og svo All out of Luck og Tell me. Mér þótti Birta/Angel ömurlegt lag, og Open Your Heart er ekkert spes. Það er rosalega Eurovisonlegt samt og ég tel það eiga góða möguleika í keppninni. Þegar ég heyrði það fyrst heyrði ég það ekki reyndar, það rann í gegnum hausinn á mér og ég mundi ekkert hvernig það var. Tangó með Heiðu eða Euro/Visa með Botnleðju hefði átt að fara áfram.

Alla vegana, þá hlakka ég mikið til og vona að allir sem hafa gaman af þessum glamúr á annað borð, hlakki líka mikið til og skemmti sér vel!

———————————————– ——————-
Kári Emil
Af mér hrynja viskuperlurnar…